Karlalandsliðið í fótbolta æfði í dag á keppnisvellinum í Yerevan í Armeníu þar sem liðið mætir heimamönnum á morgun. Veðuraðstæður voru heldur kuldalegar.
Talsvert hefur snjóað í Yerevan síðustu daga og var ofankoman talsverð á meðan íslenska liðið æfði í dag.
Sjón er sögu ríkari.
Leikur Íslands og Armeníu er á morgun klukkan 16 og verður sýndur beint á RÚV og lýst beint á Rás 2. Upphitun hefst í HM-stofunni á RÚV klukkan 15:15.