Tilkomumikið var að sjá þegar kvikustreymið braut sér nýja leið á þriðja tímanum í dag. Hraunið braut sér leið í þá átt þar sem fólk hefur staðið og horft á eldgosið. Kristín Sigurðardóttir fréttamaður var á staðnum og tók upp meðfylgjandi myndband.

Síðar í dag ákvað lögregla að loka svæðinu næst gígnum og stendur fólk vaktina þar. 

Fjöldi fólks var við hraunjaðarinn í dag þegar brotnaði úr gígnum og mörgum þeirra brá í brún líkt og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan sem Rafal Kozaczka tók.