Landhelgisgæslan tók eflaust fyrstu myndirnar af eldgosinu í Geldingadölum í austanverðu Fagradalsfjalli í kvöld. Myndirnar eru stórbrotnar, eins og flestar myndir af eldgosum. Glóandi hraun spýtist upp úr gossprungunum.
Myndirnar segja meira en orðin sem hér verða rituð.