Magnaðar drónamyndir náðust af hraunrennslinu í nótt. Sigurður Þór Helgason, eigandi DJI Reykjavík tók þær.
Hann var á svæðinu í alla nótt í slagtogi við vísindamenn Háskóla Íslands til að safna upplýsingum um gosið í Geldingadal.
Myndir segja meira en þúsund orð, og það á svo sannarlega við í þessu tilfelli.