Eldur kviknaði í mannlausum bíl á bílastæði við Dalsgerði á Akureyri um klukkan 11. Lögregla og slökkvilið var fljót á staðinn og náði að slökkva eldinn hratt og örugglega.

Eldurinn logaði glatt í bensíntanki

Eldurinn logaði að sögn sjónarvotta mjög glatt við bensínlok bílsins þegar slökkviliðið kom. Slökkviliðsmenn voru snöggir að ráða niðurlögum eldsins og voru að slökkva í síðustu glóðum þegar fréttastofu bar að garði. Myndskeið af störfum slökkviliðsins má sjá í spilaranum hér að ofan.