Stóru lyfjarisarnir hafa hafið fjöldaframleiðslu á bóluefni gegn Covid-19 í  milljarðavís upp á von og óvon. Lyfjunum verður fargað ef tilraunaathuganir falla þeim ekki í vil. Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir þetta rétta herkænsku í baráttunni við veiruna og geti skipt sköpum við að stytta tímann sem tekur að ráða að niðurlögum hennar.

Í morgun bárust fréttir frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni WHO um að ungt fólk ætti ekki að gera sér vonir um að fá bólusetningu fyrr en árið 2022. Fyrr í vikunni greindi lyfjarisinn Johnson&Johnson frá því að þeir hafi þurft að gera hlé á rannsóknum sínum. Fyrr í haust gerði Astra Zeneca stutt hlé á sínum rannsóknum. Vestanhafs talar Bandaríkjaforseti um að bólusetning gegn Covid-19 sé handan við hornið. En hverju á fólk að trúa?

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að það sér ekki sjúkleg bjartsýni í að gera ráð fyrir að það verði eitthvað komið á markað í byrjun næsta árs en að öllum líkindum ekki í mjög almenna dreifingu fyrr en um mitt næsta ár eða uppúr því.

Kári segir að í mati Alþjóðaheilbrigðismálastofunarinnar sé ekki gert ráð fyrir að það sé mikil samvinnna milli lyfjafyrirtækjanna.

„Ég held hins vegar af því að ég hef talað við þá sem að stýra þessum lyfjafyrirtækum að það sé mikill vilji hjá þessum lyfjafyrirtækjum til þess að snúa bökum saman. Þannig að ef eitt lyfjafyrirtækið getur búið til bóluefnið þá séu hin reiðubúin til þess að nota sýnar verksmiðjur til þess að framleiða þau. Ég hef til hneigingu til þess að vera bjartsýnni heldur en Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin. Ég held því fram að ég hafi töluvert af upplýsingum sem að styðja við þá bjartsýni.“

„Það er búið að vinna afreksverk í því að koma af stað tilraunum til þess að finna bóluefni. Þetta er afreksverk af stærðargráðu sem við höfum aldrei áður séð. Venjulega hefur þetta tekið 5 ár eða meira en nú eru menn komnir á lokastig eftir minna heldur en ár.“

Það hafa gengið flökkusögur um að stóru lyfjafyrirtækin hafi hafið fjöldaframleiðslu á bóluefni upp á von og óvon, eru þær sannar?

„Já, já þau jafa gert það. Þar eru stóru lyfjafyritækin að taka mikla áhættu með eigið fé og sú áhætta getur komið til með að hjálpa heiminum alveg gífurlega mikið.  Ég get ekkert annað en tekið ofan fyrir þeim. Mér finnst þetta myndarlega gert. Það er mjög líklegt að þetta komi til með að ráða úrslitum þegar kemur að því að hemja þennan faraldur sem fyrst.“ 

Hefur þú einhverja hugmynd um hvers lags magn þetta er?

„Menn hafa verið að tala um milljarða skammta sem er ansi mikið fyrir gamlan og þreyttan mann, að minnstakosti tekur töluverðan tíma að telja upp í milljarð.“ 

Sem er semsagt þegar búið að framleiða?

„Já. Og þetta er tilbúið til þess að nota.“

Kári telur raunsætt að seinni bylgjan fjari út eftir um það bil 6 vikur. Jólin gætu orðið nokkuð eðlileg.

„Það má vera að Þorláksmessa verði svolítið öðruvísi. Þá má vera að það verði ekki þjappað af fólki á Laugaveginum og í Bankastræti. Ég kem ekki til með að sakna þess.“