Þeim fjölgar sem telja að ríkisstjórnin sé að gera of lítið til að bregðast við efnahagslegum áhrifum kórónuveirufaraldursins, samkvæmt þjóðarpúlsi Gallups. Fleiri óttast að smitast af sjúkdómnum og grípa þar af leiðandi til einstaklingsbundinna sóttvarna í auknu mæli.

Fleiri finna almennt fyrir kvíða vegna COVID-19 milli kannana, í nýjustu könnun Gallup sem gerð var í síðustu viku sögðust um 30% svarenda finna fyrir kvíða. Þeim hefur líka fjölgað sem óttast að smitast af veirunni, um 40% svarenda, konur óttast það frekar en karlar.

Þá hafa mun fleiri áhyggjur af heilsufarslegum áhrifum Covid eða nærri 70% svarenda og sömuleiðis hefur mikill meirihluti nú áhyggjur af kreppunni sem fylgir faraldrinum eða 80%.

Í síðustu könnun töldu 32% að ríkisstjórnin væri að gefa of lítið til að fyrirbyggja eða bregðast við neikvæðum efnahagslegum áhrifum Covid. Þeim hefur fjölgað því nú telja um 42% telja að ríkisstjórnin sé að gefa of lítið.

Síðan að þriðja bylgjan hófst hefur fólk hugað í auknu mæli að einstaklingsbundnum sóttvörnum. Svo sem að forðast fjölfarna staði, 92% segjast gera það nú. Miðað við um 83% fyrir um mánuði.  Fleiri notast notast við grímu eða hanska í ákveðnum aðstæðum eða 82% miðað við 55% fyrir um mánuði. Og fleiri versla inn umframbirgðir í matvöruverslunum.

Um 1600 manns tóku þátt í könnuninni á netinu, 7. til 14 október. Þátttökuhlutfall var 53%.