Sóttvarnalæknir gagnrýnir harðlega hugmyndir um að berjast við veiruna með hjarðónæmi og segir ótrúlegt að læknar erlendis haldi því á lofti. 94 greindust innanlands í gær og eru nú nær 850 í einangrun með COVID-19.
Leifar af sýkla-, hjarta og geðlyfum eru meðal skaðlegra efna sem hafa fundist í mælanlegu magni í Kópavogslæk og Tjörninni í Reykjavík. Verkefnastjóri hjá Umhverfisstofnun telur líklegt að þetta komi úr gömlum holræsalögnum.
Stjórnir Frakklands, Þýskalands og víðar í Evrópu boða hertar aðgerðir eftir mikla fjölgun smita. Héraðsdómstóll í Madrid hafnaði hins vegar hertum aðgerðum á grundvelli mannréttinda borgaranna.
Bandaríska skáldkonan Lousie Glück hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels í ár.
Samfylkingin vill skapa allt að sjö þúsund ný störf og minnka atvinnuleysi, fyrir um 80 milljarða króna, samkvæmt áætlun sinni sem kynnt var í morgun.
Siglfirðingur segir bæjarbúa uggandi vegna innbrotahrinu þar undanfarna daga. Enginn hefur verið handtekinn fyrir innbrotin.
Enn er töluvert vatnsrennsli úr aurskriðunni sem féll ofan við Hleiðargarðsfjall í Eyjafirði á þriðjudag.