Stór aurskriða féll úr Hleiðargarðsfjalli ofan við bæinn Gilsá 2 í Eyjafirði í morgun.  Skriðan stöðvaðist um 100 metra frá húsinu. Enginn var í húsinu þegar skriðan féll.

 

Lögreglan segist ekki vitað til að neinn hafi slasast þegar skriðan féll. Fleiri skriður hafa fallið. Þær voru þó minni en þessi fyrsta. Drunur hafa heyrst frá sárinu sem skriðan skildi eftir í jarðveginum. Það er merki um að grjót sé enn að falla á þessum stað. 

Lögreglan á Norðurlandi eystra er á staðnum. Sérfræðingur frá Veðurstofu Íslands er á leiðinni norður til að meta aðstæður. Ekki er útilokað að fleiri skriður geti fallið.

Aurskriður falla stundum þegar mikið rignir. Þá verður jarðvegurinn rennandi blautur og skríður af stað niður hlíðina undan eigin þunga.