Þessum viðburði er lokið og því hefur streymið verið fjarlægt.

Sóttvarnalæknir undirbýr nú minnisblað til stjórnvalda um hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu vegna kórónuveirufaraldursins. Fjármálaráðherra segir þjóðina standa frammi fyrir nýjum veruleika sem muni hafa mikil áhrif á lífsviðurværi og afkomu hennar næstu árin.

Hátt í fjórar milljónir manna hafa þegar greitt atkvæði í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Sérfræðingur telur það vísbendingu um að kjörsókn verði með mesta móti.

Átök brutust úr í sóttvarnarhúsinu við Rauðarárstíg í Reykjavík í gærkvöld og þurfti að kalla til lögreglu. 

Umhverfis- og framkvæmdanefnd Fljótsdalshéraðs hefur synjað landeiganda við Stuðlagil um framkvæmdaleyfi fyrir allt að þriggja metra breiðum uppbyggðum göngustíg að gilinu. Skipulag heimildar aðeins einfalda stígagerð. 

Búið er að ógilda úrlit þingkosninganna í Kirgistan eftir mikil mótmæli. Þúsundir manna lögðu undir sig stjórnarbyggingar í höfuðborg landsins í nótt og leystu fyrrverandi forseta landsins úr haldi.