Pétur Pétursson, þjálfari kvennaliðs Vals í fótbolta, segir að Íslandsmeistaratitillinn sé líklega runninn liðinu úr greipum eftir tapið gegn Breiðabliki. „Jú það má segja það en eigum við ekki að klára síðustu tvo leikina? En það er mjög líklegt."
Pétur segir að sitt lið hafi verið miklu betra í seinni hálfleik en þeim fyrri og bæði lið hefðu geta skorað úrslitamark í leiknum. „Þetta var bara spurning um hvort liðið myndi skora."
Aðspurður um hvort Pétur gæti fest hendur á eitthvað sem Valsliðið hefði geta gert betur í sumar benti hann á sjálfan sig. „Örugglega. Þá sérstaklega ég," sagði Pétur án þess að útskýra það nánar en viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér að ofan.
Breiðablik er með 42 stig á toppnum en Valur 40 stig í 2. sæti. Blikar eiga eftir að sila þrjá leiki, gegn Fylki, KR og Stjörnunni. Valur á eftir að mæta FH og Selfossi.
Fylkir og Selfoss eru einu liðin sem hafa náð stigum af Breiðabliki og Val í sumar.