Þessum viðburði er lokið og því hefur streymið verið fjarlægt.

Aðeins 20 manns mega koma saman og börum, skemmtistöðum og líkamsræktarstöðvum verður lokað að nýju frá mánudegi. Heilbrigðisráðherra birtir auglýsingu um hertar aðgerðir á morgun. 

Íbúar Madrid mega ekki yfirgefa borgina nema nauðsyn krefji vegna tíðra COVID-smita. Þar mega nú aðeins sex koma saman. Þá hafa hundrað þúsund manns nú látist úr sjúkdómnum á Indlandi.

Einn komst út af sjálfsdáðum þegar eldur kom upp á bílaverkstæði í Kópavogi í dag. Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins en verkstæðið gjöreyðilagðist. 

Icelandair reiknar með að taka Boeing Max-vélarnar aftur í notkun á næsta ári. Flugprófanir í Bandaríkjunum og Evrópu hafa gengið vel og eru nú á lokastigi 

Víða um heim eru í gildi takmarkanir til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu kórónuveirunnar. Íslendingar sem búsettir eru í útlöndum finna vel fyrir áhrifum faraldursins.