Aðeins 20 manns mega koma saman og börum, skemmtistöðum og líkamsræktarstöðvum verður lokað að nýju frá mánudegi. Heilbrigðisráðherra birtir auglýsingu um hertar aðgerðir á morgun.
Íbúar Madrid mega ekki yfirgefa borgina nema nauðsyn krefji vegna tíðra COVID-smita. Þar mega nú aðeins sex koma saman. Þá hafa hundrað þúsund manns nú látist úr sjúkdómnum á Indlandi.
Einn komst út af sjálfsdáðum þegar eldur kom upp á bílaverkstæði í Kópavogi í dag. Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins en verkstæðið gjöreyðilagðist.
Icelandair reiknar með að taka Boeing Max-vélarnar aftur í notkun á næsta ári. Flugprófanir í Bandaríkjunum og Evrópu hafa gengið vel og eru nú á lokastigi
Víða um heim eru í gildi takmarkanir til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu kórónuveirunnar. Íslendingar sem búsettir eru í útlöndum finna vel fyrir áhrifum faraldursins.