Þeir Tryggvi og Júlíus frá Menntaskólanum á Tröllaskaga urðu í fyrsta sæti Söngkeppni framhaldsskólanna sem haldin var í vöruhúsi Exton í kvöld. Þeir fluttu lagið I'm Gonna Find Another You eftir John Mayer.
Í öðru sæti varð Dagmar Lilja úr Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu. Hún söng lagið The Way We Were eftir Marvin Hamlisch og Alan og Marilyn Bergman, sem er hvað þekktast í flutningi Barbra Streisand.
Sigríður Halla úr Menntaskólanum í Reykjavík varð í þriðja sæti fyrir flutning sinn á laginu When the Party's Over sem upprunalega var flutt af Billie Eilish.