Þessum viðburði er lokið og því hefur streymið verið fjarlægt.

Kvennalandslið Íslands í fótbolta mætir Svíum í toppslag F-riðils í undankeppni EM 2022 á Laugardalsvelli klukkan 18. Leiknum er lýst beint á Rás 2.

Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari, teflir fram sama byrjunarliði og lagði Lettland 9-0 í síðustu viku.

Byrjunarlið Íslands

Sandra Sigurðardóttir (M)

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir

Glódís Perla Viggósdóttir

Ingibjörg Sigurðardóttir

Hallbera Guðný Gísladóttir

Sara Björk Gunnarsdóttir (F)

Alexandra Jóhannsdóttir

Dagný Brynjarsdóttir

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir

Sveindís Jane Jónsdóttir

Elín Metta Jensen

Stöð 2 sport er með sýningarréttinn á leiknum sem verður opinni dagskrá þar. Engir áhorfendur eru leyfðir á leiknum.

Ísland og Svíþjóð eru jöfn á toppi riðilsins eftir að hafa bæði unnið alla fjóra leiki sína. 

Fyrr í dag unnu Ungverjar 5-0 útisigur á Lettum og eru Ungverjar í þriðja sæti með 7 stig, fimm stigum á eftir Íslandi og Svíþjóð sem eiga þó tvo leiki til góða á Ungverja. Baráttan um toppsætið í riðlinum er því nær alfarið á milli Svía og Íslendinga.

STAÐAN