Almannavarnir og embættis landlæknis hafa boðað til upplýsingafundar um kórónuveirufaraldurinn hér á landi klukkan tvö í dag. Fundurinn verður í beinni útsendingu hér á vefnum ruv.is, í Sjónvarpinu og í útvarpi á Rás 2.

Til svara á fundinum verða Alma Möller landlæknir, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Sigríður Björk Guðjóndóttir ríkislöreglustjóri. Þau ræða stöðu faraldursins hér á landi í dag, þær aðgerðir sem gripið hefur verið til og svara spurningum fjölmiðla.

Hægt er að fylgjast með beinni textalýsingu frá fundinum hér að neðan.