Sjálfstæðismenn eru í lykilstöðu um myndun tveggja flokka meirihluta í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. Úrslit sveitarstjórnarkosninga voru tilkynnt um klukkan hálf eitt í nótt.
Sjálfstæðismenn fengu fjóra menn kjörna og geta mynda meirihluta með Austurlistanum sem fékk þrjá eða Framsókn sem fékk tvo.
Ellefu sitja í sveitarstjórn í nýju sveitarfélagi sem íbúar völdu að kalla Múlaþing í leiðbeinandi nafnakönnun.
Framsókn og Austurlistinn geta líka tekið sig saman og myndað þriggja flokka meirihluta með annað hvort VG eða Miðflokki sem fengu einn mann hvort framboð.
Í spilararnum hér að ofan má sjá úrslitin tilkynnit. Einnig úrslit til heimastjórna.
Fram kom í viðtali við Bjarna G. Björgvinsson, formann yfirkjörstjórnar, eftir að hann kynnti úrslitin að óvenju léleg kjörsókn var á Fljótsdalshéraði eða tæp 60%.