Almannavarnir hafa boðað til upplýsingafundar vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar og stöðu faraldursins hér á landi. Sýnt er frá fundinum í beinni útsendingu hér á vefnum og í Sjónvarpinu og honum útvarpað á Rás 2.

Fundurinn hefst klukkan 14 í húsnæði embættis landlæknis í Katrínartúni í Reykjavík. Þar fara Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn yfir stöðu mála varðandi framgang COVID-19 faraldursins hér á landi. Gestur fundarins er Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.