Emil Thoroddsen (1898–1944) var hæfileikamaður á ýmsum sviðum – myndlistarmaður, leikskáld, tónskáld og píanóleikari. Lag hans, Vöggukvæði, var samið fyrir leikgerð á Pilti og stúlku.

Emil Thoroddsen starfaði við Ríkisútvarpið frá stofnun þess, sem píanóleikari og útsetjari. Árið 1934 frumsýndi Leikfélag Reykjavíkur leikgerð hans á Pilti og stúlku eftir Jón Thoroddsen, sem var afi Jóns. Emil samdi tónlistina og stjórnaði sjálfur hljómsveitinni á sýningunni, en hún var samsett úr hljómsveit Leikfélagsins ásamt Útvarpshljómsveitinni. Þótti Emil hafa með þessari sýningu sannað „að hann er með fjölhæfustu listamönnum þessa lands,“ eins og sagði í einu Reykjavíkurblaðanna. Nokkur lög úr þessari sýningu hafa lifað góðu lífi meðal landsmanna gegnum árin, ekki síst Í fögrum dal, Búðarvísur, og hið gullfallega Vöggukvæði.