Jón Þórarinsson (1917–2012) gegndi um ævina lykilhlutverki hjá báðum þeim stofnunum sem halda upp á afmæli sitt með tónleikum kvöldsins. Lag Jóns við Íslenskt vögguljóð á Hörpu varð til árið 1939, þegar hann var aðeins rúmlega tvítugur að aldri.

Jón Þórarinsson var um skeið framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands og átti stóran hlut í því, ásamt Páli Ísólfssyni og Ragnari Jónssyni í Smára, að hún komst á laggirnar árið 1950. Hann starfaði einnig á tónlistardeild Ríkisútvarpsins um árabil og var auk þess um skeið yfirmaður lista-og skemmtideildar Sjónvarpsins 1968–79 og sat um skeið í Útvarpsráði.

Lag Jóns við Íslenskt vögguljóð á Hörpu varð til árið 1939, þegar hann var aðeins rúmlega tvítugur að aldri. Kvæðið orti Halldór Laxness í San Francisco á vordögum 1928 og kom það fyrst út í Kvæðakveri hans tveimur árum síðar.