Það er kórónuveiran sem stjórnar

Alls dróst landsframleiðslan á fyrstu sex mánuðum ársins saman um 5,7%, samanborið við sama tíma í fyrra. Þórólfur segir ekki hægt að leggja mat á það hversu langvinnur þessi samdráttur verður.

„Við vitum að það er kórónuveiran og hversu vel mönnum gengur að kljást við hana, sem ræður því. Ekki bara hvenær hægt verður að opna þjóðfélagið, heldur líka hvenær fólk er tilbúið til þess að ferðast og blanda geði við mann og annan. En það sem er hægt að segja er að röng efnahagsleg viðbrögð geta lengt kreppuna, þar er það sem ég get sagt. 

Stjórnvöld hafa hingað til haft svolítið augun á því að það yrði ekki raunin, og vonandi gengur þeim vel að halda kúrsinum hvað það varðar,“ segir Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði.