Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út rétt fyrir klukkan tíu í kvöld eftir að sjóþota (e. jet-ski) og gúmmíbátur rákust saman rétt fyrir austan Hörpu. Tveir voru á sjóþotunni og samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni slasaðist annar þeirra talsvert. Ekki er talið að hann sé í lífshættu.

Fólkið komst allt að höfninni með gúmmíbátnum og var híft upp úr bátnum með kranabíl. Enn er óljóst hversu margir voru um borð í gúmmíbátnum.

Fréttin verður uppfærð.