Samherji birti í dag myndband þar sem því er haldið fram að Helgi Seljan fréttamaður og Ríkisútvarpið hafi falsað gögn við gerð Kastljósþáttar árið 2012 um rannsókn Seðlabankans á Samherja.

RÚV hefur sent frá sér yfirlýsingu og hafnað ásökununum. Stefán Eiríksson útvarpsstjóri og Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri RÚV, hafa gefið það út að líklega sé einsdæmi að stórfyrirtæki leggi í persónulega herferð gegn blaðamanni. Árásin þjóni þeim eina tilgangi að skaða mannorð hans.  

Þá hafa Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri Kveiks, og Helgi Seljan birt yfirlýsingu þar sem forsaga málsins er rakin. Þar eru einnig birt samskipti við Verðlagsstofu vegna málsins. Í yfirlýsingunni vísa þau ásökununum á bug og benda á að með myndbandinu hafi ný viðmið verið sett í árásum stórfyrirtækis á fjölmiðla og fréttamenn.  

Átta ár eru liðin frá því Kastljósþátturinn var sýndur. Ásakanir Samherja gefa RÚV tilefni til að birta hann hér á vefnum.