Frá og með hádegi á morgun mega ekki fleiri en 100 manns koma saman Þetta eru mestu takmarkanir sem settar hafa verið vegna COVID-19 faraldursins í tvo mánuði. Þetta tilkynnti Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðhera á upplýsingafundi ríkisstjórnarinnar sem nú stendur yfir. Þessi ákvörðun á sér stoð í 12. grein sóttvarnalaga þar sem segir að ráðherra ákveði, að fenginni tillögu sóttvarnalæknis, hvort grípa skuli til ráðstafana sé fyrirséð að farsótt sé yfirvofandi.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði á fundinum að 39 væru með virk smit og meira en 200 í sóttkví.
Andlitsgrímur verða skylda í almenningssamgöngum og líkamsræktarstöðvar, skemmtistaðir og aðrir staðir þar sem eru sameiginlegir snertifletir eru annað hvort beðnir um að loka eða tryggja að sameiginlegir snertifletir séu sótthreinsaðir.