Sex ný innanlandssmit COVID-19 greindust í dag. Þau tengjast öll manni sem sætti ekki heimkomusmitgát vegna galla á skráningarblaði.
Sendiherra Bandaríkjanna vill fá að ganga með vopn, fá lífvörð og brynvarinn bíl, þar sem lífi hans sé ógnað hér á landi. Enginn kannast við meinta ógn.
Pólsk stjórnvöld hafa ákveðið að segja sig frá sáttmála Evrópuráðsins sem miðar að því að koma í veg fyrir ofbeldi og kynjamisrétti. Dómsmálaráðherra landsins segir sáttmálann innihalda skaðlega hugmyndafræði.
Brýnt er að ríkið veiti auknum fjármunum til geðheilbrigðismála, segir forstjóri Landspítalans. Viðbúið sé að faraldurinn verði til þess að fleiri þurfi á geðþjónustu að halda í haust og vetur.
Rapparinn Kanye West hefur beðið eiginkonu sína afsökunar á yfirlýsingum sínum í oflætiskasti. Formaður Geðhjálpar líkir honum við hundrað strengja, himneska hörpu, en geðlæknir segir erfitt að lifa með geðhvarfasýki án lyfja.