Hin árlega Grímuverðlaunahátíð, uppskeruhátíð sviðslista á Íslandi, fór fram í Borgarleikhúsinu í kvöld. Atómstöðin - endurlit var valin sýning ársins og Helgi Þór rofnar leikrit ársins.

Sýningarnar Atómstöðin, Engillinn og Eyður voru allar tilnefndar sem bæði sýningar ársins og leikrit ársins á hinni árlegu Grímuverðlaunahátíð sem fram fór við hátíðlega athöfn í Borgarleikhúsinu í kvöld. Dansverkin Spills og Þel voru einnig tilnefndar sem sýningar ársins og Helgi Þór rofnar og Kartöflur sem leikrit ársins. Þjóðleikhúsið var með 41 tilnefningu í ár og Borgarleikhúsið með 14. Hér má sjá allar tilnefningar í hverjum flokki og fengu vinningshafar í hverjum flokki áherslumerkingar eftir því sem þeir voru tilkynntir.

Samantekt um verðlaunahafa kvöldsins má sjá hér.