Ekki verður hægt að skima ferðamenn sem koma til landsins og halda landamærunum opnum fari hjúkrunarfræðingar í verkfall eftir tvær vikur eins og stefnir í.
Tugir þúsunda komu saman í Washington í gærkvöld en mótmælin eru þau fjölmennustu frá dauða George Floyd. Þau voru að mestu friðsöm og Bandaríkjaforseti gaf það út í dag að þjóðvarðliðið yfirgæfi höfuðborgina.
Boðuð verðhækkun í einu matvörubúð Skútustaðahrepps til viðbótar við beint ofan í erfiðleika vegna COVID er blaut tuska í andlit íbúa, segir sveitarstjórinn, sem man ekki eftir Mývetningum jafn reiðum.
Ekki er hægt að endurnýja Íslandsbankahúsið á Kirkjusandi eins og Reykjavíkurborg hafði vonað, heldur verður að rífa það. Það er svo myglað að slökkviliðsmenn fá ekki leyfi til að æfa í því.
Sjómannadagurinn var með óvenjulegu sniði í dag vegna samkomutakmarkana og hátíðarhöldum víðast stillt í hóf. Vestmannaeyingar ráðfærðu sig við almannavarnanefnd og gerðu eins mikið og mátti gera.