Hollywood-stjarnan Will Ferrell sá um að tilkynna hvaða lag sigraði kosninguna í Eurovision-gleði RÚV.
Will Ferrell byrjaði á því að þakka Íslendingum fyrir gestrisnina og hrósaði hann sérstaklega fegurðinni á Húsavík áður en hann tilkynnti að íslenska þjóðin hefði kosið ítalska framlagið oftast og Ítalía hlaut því 12 stig frá Íslendingum.
Það er söngvarinn Diadato sem syngur framlag Ítalíu í ár en lagið heitir Fai rumore. Ítölum hefur verið spáð góðu gengi í keppninni í ár og líkt Daða & Gagnamagninu.
Í þættinum í kvöld gátu áhorfendur kosið á milli 15 laga sem áður höfuð verið valin með áhorfendakosningu og dómnefnd úr Alla leið þáttunum. Boðið var upp á fjölbreytt skemmtiatriði í þætti kvöldsins og mátti meðal annars sjá Bjarna Arason flytja lagið Karen með upprunarlegu bakröddunum, Klemens Hannigan, meðlimur Hatara, var með ábreiðu af laginu Arcade, sigurlagi Eurovision í fyrra. Þá var rifjað upp öll þau skipti sem Ísland hefur hlotið 12 stig í lokakeppninni auk þess sem gamlir og góðir stigakynnar birtust aftur á skjánum Það voru svo þau Jón Jónsson og Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir sem höfðu umsjón með þættinum.