Ari Ólafsson söngvari og Eurovision-fari brá sér út í garð fyrir utan fjölbýlishúsið sem hann býr í við Grandaveg í Reykjavík síðdegis í dag og hóf upp raust sína. Ari söng fjögur lög við mikinn fögnuð íbúanna sem klöppuðu honum lof í lófa. Ari fylgdi þar sem fordæmi söngvara víða um heim sem hafa sungið fyrir nágranna sína til þess að létta þeim lund á tímum kórónuveirunnar.
Tæp tvö ár eru síðan Ari fór til Lissabon fyrir Íslands hönd til þess að taka þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva.