Arnar Jónsson les upp Sonatorrek, eftir Egil Skallagrímsson, á stóra sviði Þjóðleikhússins.

Listafólk Þjóðleikhússins leitar nú nýrra leiða til að nýta hæfileika sína og gleðja landsmenn meðan á samkomubanni stendur.

Verkefnið Ljóð fyrir þjóð fer þannig fram að almenningur getur sent inn ósk um eitt ljóð sem er í sérstöku uppáhaldi hjá viðkomandi. Daglega, frá mánudegi til föstudags, meðan samkomubannið er í gildi, fær einn Íslendingur boð um að koma í Þjóðleikhúsið og fá ljóðið sitt flutt af einum leikara hússins á stóra sviði Þjóðleikhússins, fyrir sig einan.

Ljóðaflutningurinn er tekinn upp af Þjóðleikhúsinu. Verkefnið er unnið í samstarfi menningarvefs RÚV, Rásar 1 og Þjóðleikhússins.

Vilt þú fá einkalestur frá leikara á stóra sviði Þjóðleikhússins? Veldu eitt ljóð hér að neðan eða sendu inn ósk um annað ljóð ef það finnst ekki á listanum og þitt nafn gæti verið dregið upp úr hattinum.