Ólafur Jóhann Ólafsson, rithöfundur og fyrrverandi aðstoðarforstjóri Time Warner, og fjölskylda ákváðu að flytja til Íslands eftir að heimsfaraldurinn braust út. Ólafur segir að ákvörðunin hafi verið auðveld; allt þeirra skyldfólk sé hér, dóttir þeirra komin í fjarkennslu og hann lausari við en áður.
Þá hafi staða mála í New York fyrir tveimur þremur vikum einnig haft áhrif. „Þetta stefndi í óefni og þetta svona spilaði allt saman.“
Því miður hafi það reynst rétt mat, segir Ólafur.
Fanney Birna Jónsdóttir ræddi við Ólaf Jóhann um stöðu mála í Silfrinu í dag.