Innsending á dánar- og útfarartilkynningum fer fram í gegnum Mitt RÚV, örugga innsendingargátt sem krefst rafrænna skilríkja eða Íslykils. 

Þar er að finna skilaform ásamt frekari leiðbeiningum.

Andláts- og útfarartilkynningar eru lesnar kl. 11:55 og 18:50 á virkum dögum en kl. 18.50 á laugardögum og á hátíðisdögum.

Tilkynningum þarf að skila inn minnst 3 klukkustundum fyrir lestur í næsta dánarfregnatíma og fyrir kl. 16 daginn fyrir helgi eða frídag, eigi að lesa á þeim dögum.

Það kostar 24.900 að senda dánar- eða útfarartilkynningu. Hver tilkynning er lesin þrisvar.