Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Stórtæka innspýtingu þarf í varnar- og öryggismál samkvæmt þátttakendum á ráðstefnu Ríkislögreglustjóra um efnið. Sigríður Björg Guðjónsdóttir ræðir helstu áskoranir í því samhengi. Nýr dagskrárliður hefur göngu sína þar sem áhorfendur sækja menningarvibðurði af ýmsum toga og miðla svo reynslunni í Kastljósi. Fjögurra manna fjölskylda úr Laugarneshverfinu á fyrsta leik, þau Einar Ómarsson, Unnur Gísladóttir, Karen Emmý og Magni.

24 stærstu sveitarfélög landsins keppa sín á milli í skemmtilegum spurningaleik. Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir stýra þættinum. Dómari og spurningahöfundur er Ólafur Bjarni Guðnason. Útsendingu stjórnar Helgi Jóhannesson.
Lið Hornafjarðar og Skagafjarðar eigast við í 16 liða úrslitum.

Leikararnir Karl Ágúst, Pálmi, Randver, Sigurður og Örn túlka atburði líðandi stundar eins og þeim einum er lagið. Stjórn upptöku: Björn Emilsson.

Létt og skemmtileg þáttaröð í fjórum hlutum þar sem við hlæjum okkur í gegnum farsælan feril grínistans og leikkonunnar Eddu Björgvinsdóttur. Umsjón: Helga Arnardóttir. Dagskrárgerð: Björn Emilsson.

Danskir þættir þar sem við skoðum merkisdaga í lífi okkar. Í þremur þáttum segja þrjár ólíkar kynslóðir frá brúðkaupinu sínu, fermingunni og skírninni.

Íslensk þáttaröð í sex hlutum í umsjón Önnu Sigríðar Ólafsdóttur, prófessors í næringarfræði. Í þáttunum er fylgst með fjölbreyttum hópi fólks taka næringar- og matarvenjur sínar til gagngerrar endurskoðunar í þeim tilgangi að nærast betur - og njóta um leið. Framleiðandi: Sagafilm.
Hefurðu einhvern tímann hugsað um hversu stóran sess matur skipar í lífi þínu? Hvaðan hugmyndir þínar um mat koma, hvaða merkingu hann hefur og hvaða hlutverki hann gegnir? Í fyrsta þætti Nærumst og njótum kynnumst við þátttakendum og heyrum hvar áskoranir þeirra liggja. Við spjöllum við fólk á förnum vegi sem hefur ólíkar hugmyndir um mat og næringu, skoðum hvaða þættir þurfa að vera til staðar til að breyta hegðun og hverjir ytri áhrifaþættir matarvenja okkar eru.
Norskir þættir um líkamstjáningu þar sem teknar eru fyrir ýmsar aðstæður sem fólk verður gjarnan óöruggt í. Fjallað er um hvernig hægt er að vinna með líkamstjáningu til að virka öruggari til dæmis á stefnumótum og í atvinnuviðtölum.


Dana er 9 ára stelpa sem elskar risaeðlur. Líf hennar breytist til frambúðar þegar hún fær gefins handbók um risaeðlur, sem kennir henni ekki aðeins nýja hluti um dýrin, heldur gefur henni ofurkrafta sem gera henni kleift að sjá fyrir sér risaeðlur í raunveruleikanum.

Önnur sería af þessari skemmtilegu keppni þar sem danskir krakkar reyna á hæfileika sína á ströndinni og í vatninu í æsispennandi keppni um besta strandvörðinn.

Uppfinningamenn þurfa að leysa auðveld verkefni, eins og að vekja einhvern eða blása á kerti á afmælistertu, með stórum og flóknum vélum.

Stuttir þættir þar sem Hrúturinn Hreinn og vinir hans fara á kostum.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Íþróttafréttir.

Veðurfréttir.

Fréttatengdur skemmtiþáttur þar sem keppendur spreyta sig á misalvarlegum spurningum sem sóttar eru í glóðvolgar fréttir og gamlar í bland. Stjórnandi og spyrill er Birta Björnsdóttir og henni til halds og trausts er fréttamaðurinn Ingunn Lára Kristjánsdóttir.
Keppendur eru þau Marta María Winkel, Stefán Einar Stefánsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Andri Freyr Viðarsson.

Gísli Marteinn tekur á móti góðum gestum á föstudagskvöldum í vetur og fer með þeim yfir helstu atburði vikunnar í stjórnmálum, menningu og mannlífi. Persónur og leikendur koma í spjall og brakandi fersk tónlistaratriði koma landsmönnum í helgarstemninguna. Stjórn útsendingar: Ragnar Eyþórsson.

Breskur sakamálaþáttur um hinn slungna séra Brown sem er ekki bara kaþólskur prestur heldur leysir glæpsamleg mál á milli kirkjuathafna. Aðalhlutverk: Mark Williams.

Sannsöguleg kvikmynd frá 2022 í leikstjórn Ali Abbasi. Rannsóknarblaðakona fléttast inn í vef raðmorðingja í heilögu borginni Mashhad í Íran þar sem vændiskonur eru fórnarlömb hrottafenginna árása. Aðalhlutverk: Zar Amir-Ebrahimi, Mehdi Bajestani og Arash Ashtiani. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.
Bresk dramaþáttaröð frá 2023 byggð á sönnum atburðum. Nokkrum dögum eftir að Raoul Moat er látinn laus úr fangelsi skýtur hann fyrrum sambýliskonu sína, unnusta hennar og lögregluþjón. Hann leggur á flótta og í kjölfarið hefst stærsta lögregluleit Bretlands. Aðalhlutverk: Angela Bain, Joe Blakemore og Sonya Cassidy. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.