Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Aldrei hafa fleiri slasast alvarlega eða látið lífið vegna þreytu í umferðinni á Íslandi og í dag en einn af hverjum fimm hafa verið nálægt því að sofna undir stýri. Rætt er við yfirlögregluþjón hjá lögreglunni á Vestfjörðum sem stýrði aðgerðum og björgun í banaslysi sem varð í Skötufirði fyrir fjórum árum þar sem talið er að þreyta ökumanns hafi orsakað slysið. Ágúst Mogensen, fyrrverandi forstöðumaður rannsóknarnefndar umferðarslysa er gestur Kastljóss og ræðir um þreytu og svefn í umferðinni.
Jóga fyrir andlitið, kortisól-afvötnun, magnesíum fyrir svefninn og húðrútína í mörgum þrepum. Þetta er meðal þess notendur samfélagsmiðla hafa ef til vill orðið varir við, ásamt fleiri ráðum um það hvernig sé best að leggja rækt við bæði líkama og sál. Á Torginu á þriðjudaginn verður rætt um sjálfsrækt frá ýmsum hliðum.
Sífellt fleiri leita í hinn svokallaða andlega heim í von um betri líðan. Framboðið virðist sífellt vera að aukast og ljóst að það er af nógu að taka. Við heimsækjum Sigríði Sólarljós í lok þáttar.
24 stærstu bæjarfélög landsins keppa sín á milli í skemmtilegum spurningaleik. Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir stýra þættinum. Dómari og spurningahöfundur er Ólafur Bjarni Guðnason. Útsendingu stjórnar Helgi Jóhannesson.
Hér eigast við í átta liða úrslitum lið Akureyrar og Fljótsdalshéraðs. Lið Akureyringa skipa Arnbjörg Hlíf Valsdóttir, Finnur Friðriksson og Pálmi Óskarsson og fyrir Fljótsdalshérað keppa Margrét Urður Snædal, Stefán Bogi Sveinsson og Þorsteinn Bergsson.
Hvernig hugsa helstu listamenn og hugsuðir Svíþjóðar og hvaðan sækja þau sér innblástur og hvatningu? Í þessum þáttum er rætt við sænska meistara um sköpunarferlið, ákvarðanatöku og það hvernig mistök geta leitt til nýrra sigra.
Norskir þættir um líkamstjáningu þar sem teknar eru fyrir ýmsar aðstæður sem fólk verður gjarnan óöruggt í. Fjallað er um hvernig hægt er að vinna með líkamstjáningu til að virka öruggari til dæmis á stefnumótum og í atvinnuviðtölum.

Fréttatengdur skemmtiþáttur þar sem keppendur spreyta sig á misalvarlegum spurningum sem sóttar eru í glóðvolgar fréttir og gamlar í bland. Stjórnandi og spyrill er Birta Björnsdóttir og henni til halds og trausts er fréttamaðurinn Ingunn Lára Kristjánsdóttir.
Gísli Marteinn tekur á móti góðum gestum á föstudagskvöldum í vetur og fer með þeim yfir helstu atburði vikunnar í stjórnmálum, menningu og mannlífi. Persónur og leikendur koma í spjall og brakandi fersk tónlistaratriði koma landsmönnum í helgarstemninguna. Stjórn útsendingar: Ragnar Eyþórsson.
Gestir þáttarins eru Eva Laufey Kjaran, Kormákur Geirharðsson og Unnur Ösp Stefánsdóttir.
Leikhópurinn úr söngleiknum Stormi kíkja í heimsókn.
Berglind Festival kynnir sér símhringingar.
K.óla og hljómsveit loka þættinum með laginu Vinátta okkar er blóm.
Fjórða þáttaröð þessara bresku sakamálaþátta um hið sérkennilega tvíeyki einkaspæjara, Luellu Shakespeare og Frank Hathaway, sem fæst við margvísleg sakamál í heimabæ þeirra og fæðingarbæ hins eina og sanna Shakespeare, Stratford-upon-Avon. Aðalhlutverk: Mark Benton og Jo Joyner.

Rómantísk dramamynd frá 2020 byggð á sjálfshjálparbókinni Leyndarmálið. Miranda er ung ekkja með þrjú börn sem gengur illa að fóta sig í lífinu. Hún kynnist Bray, dularfullum manni, sem ástundar heimspeki þar sem áhersla er lögð á jákvæða hugsun. Aðalhlutverk: Katie Holmes, Josh Lucas og Celia Weston. Leikstjóri: Andy Tennant. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Samantekt frá tónlistarhátíðinni Glastonbury á Englandi 2023. Meðal þeirra sem fram koma eru Arctic Monkeys, Guns N‘ Roses, Elton John, Lizzo og Yusuf eða Cat Stevens.