Við sjávarsíðuna

Lomberspil og smábátaútgerð á Borgarfirði eystra

Rætt er við Jón Björnsson sjómann á Borgarfirði, sem man þar tímana tvenna, var til sjós en vann líka við bátasmíðar. En stundum gaf ekki á sjó og stundum voru lausar stundir. Þá var spilaður lomber. Jón var í annáluðum lomberklúbbi á Borgarfirði og spilaði með nokkrum öðrum. Hann segir frá klúbbi fjögurra lomberspilara sem stundum sátu við spilin kvöld eftir kvöld. Einnig er rætt við Jón Sigmarsson, rekur sauðfjárbú sitt með um fimm hundruð fjár en er líka formaður á litlum fiskibáti, ekki ósvipað því sem var á árum og öldum áður þegar vel megandi menn, oftast bændur, áttu bátinn en réðu til sín formann og aðra áhöfn. Jón Sigmarsson er alinn upp á Desjarmýri en fór fyrst til sjós sextán ára gamall. Umsjón: Pétur Halldórsson.

Frumflutt

23. ágúst 2011

Aðgengilegt til

24. apríl 2025
Við sjávarsíðuna

Við sjávarsíðuna

Fólk og menning í strandbyggðum á Íslandi.

Umsjón: Pétur Halldórsson.

,