Bæn og hugleiðing að morgni dags.
Séra Ninna Sif Svavarsdóttir flytur.
Útvarpsfréttir.
Í þættinum verður ferðast á fáfarnar en áhugaverðar slóðir vítt og breitt um veröldina. Saga hvers staðar verður rakin og tónlist tengd honum leikin. Í hverjum þætti verður rætt við fólk sem hefur ferðast um viðkomandi land og það segir frá þeim áhrifum sem það varð fyrir af náttúru og menningu. Netfang þáttarins: <a href="mailto:[email protected]">[email protected]</a>
Umsjón Magnús R. Einarsson.
Í þættinum segir Ragnar Sverrisson frá hjálparstarfi sínu í Kenya. Þar hefur hann verið að störfum í 5 ár við að hjálpa götubörnum
Útvarpsfréttir.
Umsjónarmaður: Brynjólfur Þór Guðmundsson.
Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon.
Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.
Eins og flestum tónlistarunnendum er kunnugt er þess nú minnst að 250 ár eru liðin frá fæðingu Ludwigs van Beethoven. Þar sem Beethoven fæddist aðeins rúmri viku fyrir jól ætti að vera tilvalið að gera þátt sem gæti heitið „Beethoven í jólaskapi“. En þá rekumst við á óþægilega hindrun: Beethoven samdi engin jólatónverk. Þessi hindrun er þó ekki óyfirstíganleg þegar betur er að gáð, hægt er að finna tónverk eftir Beethoven sem tengjast jólum óbeint, svo sem verk sem voru frumflutt á jólum, og tilbrigði við lög sem urðu síðar jólalög. Nokkur slík tónverk verða flutt í þættinum. Umsjón hefur Una Margrét Jónsdóttir.
Útvarpsfréttir.
Þröstur Helgason ræðir við forvitnilegt fólk um reynslu þess og viðhorf.
Þröstur Helgason ræðir við forvitnilegt fólk um reynslu þess og viðhorf. Gestur þáttarins er Sumarliði Ísleifsson, sagnfræðingur. Nýlega sendi Sumarliði frá sér rit um ímyndir Íslands og Grænlands í þúsund ár. Rætt er við Sumarliða um þau viðhorf sem sagnfræðilegar heimildir lýsa til landanna í fjarska norðursins.
Útvarpsfréttir.
Rætt við gesti þáttarins um bók vikunnar.
Umsjónarmenn eru Auður Aðalsteinsdóttir, Jórunn Sigurðardóttir, Jóhannes Ólafsson og Halla Harðardóttir.
Fjallað um bók vikunnar, Jóhann Kristófer eftir Romain Rolland, í þýðingu Sigfúsar Daðasonar.
Umsjón: Auður Aðalsteinsdóttir.
Guðsþjónusta.
Séra Helga Soffía Konráðsdóttir og séra Eiríkur Jóhannsson þjóna fyrir altari.
Predikuni: Frú Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands.
Organisti og kórstjóri: Guðný Einarsdóttir.
Kór: Kordía, kór Háteigskirkju.
Laufey Jensdóttir, leikur á fiðlu.
Tónlist og sálmar:
Forspil: Börnin segi og syngi, íslenskt þjóðlag úr þjóðlagasafni Bjarna Þorsteinssonar í útsetningu Sigursveins Magnússonar.
Sálmur nr. 78: Í dag er glatt í döprum hjörtum.
Nr. 563: Þá nýfæddur Jesús.
Nr. 74: Gleð þig særða sál.
Eftir predikun:
Sálmur nr. 90: Það aldin út er sprungið.
N. 82: Heims um ból.
Hádegisútvarp í umsjón þular.
Útvarpsfréttir.
Til skoðunar er hvort hægt er að aflétta rýmingu á hluta Seyðisfjarðar í dag og hleypa íbúum þeirra svæða aftur heim. Ekki er útilokað að frekari skriður geti fallið.
Sviðsstjóri hjá Minjastofnun Íslands segir aurskriðurnar hafa valdið einu mesta tjóni sem orðið hefur á menningarminjum og friðuðum húsum í seinni tíð. Skarð hafi verið höggvið í eina best varðveittu tímburhúsabyggð landsins.
Ráðherra sveitarstjórnarmála heitir Austfirðingum stuðningi við uppbyggingu, bæði á byggðinni sem eyðilagðist og einnig á ofanflóðavörnum.
Þrettán greindust með kórónuveirusmit innanlands í gær. Sóttvarnalæknir segir vísbendingar um að faraldurinn sé í vexti.
Alþjóða heilbrigðismálastofnunin fylgist grannt með rannsóknum á nýju afbrigði COVID-19 í Bretlandi en segir þó alls óvíst að það smitist sjötíu prósent hraðar en önnur, líkt og forsætisráðherra Bretlands tilkynnti í gær.
Úrslitin ráðast á EM kvenna í handbolta í dag. Þórir Hergeirsson og norska liðið mæta ríkjandi Evrópumeisturum Frakklands í úrslitaleiknum.
Það sem skiptir máli er örþáttaröð í 21 hlutum, útvarpað frá 1.- 21. desember 2020. Í hverjum þætti leitast einn einstaklingur við að skilgreina það sem skiptir máli og velur eitt orð úr orðabókinni í lið með sér.
Orð dagsins er: Fjall. Umsjón hefur Tryggvi Már Gunnarsson verkefnastjóri við Háskóla Íslands, ljósmyndari og gítarleikari.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Úrval úr Víðsjár-þáttum vikunnar: Við sögu koma Úlfar Þormóðsson og bókin Fyrir augliti, Ingibjörg Friðriksdóttir og verkið Meira Ástandið, Óttarr Proppé og John le Carré, Arnljótur Sigurðsson og Lillian Hardin Armstrong, Óskar Árni Óskarsson, Arndís Þórarinsdóttir, Halldór Armand, skáldið Didda og Elvis Aron Presley.
Umsjón: Eiríkur Guðmundsson
Blanda er þemað í þessum þætti. Það má blanda ýmsu saman og blöndur er víða að finna í lífi hvers manns. Við fáum áfenga blöndu af humlum og geri á Ísafirði, blöndum krem og smyrsl í Hafnarfirði og svo er það sjálf Blanda sem rennur út í hafið. Allt þetta skoðum við í þessum síðasta þætti vertíðarinnar. Inslög unnu Ágúst Ólafsson, Dagur Gunnarsson og Halla Ólafsdóttir.
Umsjón: Dagur Gunnarsson
Í þætti dagsins verður rætt við Ólafíu Herborg Jóhannsdóttur sem eignaðist bréfabunka ömmu sinnar þegar hún var ung og hefur árum saman grúskað í þeim og skrifað sögu hennar, Herborgarsögu. Þá hefur hún safnað heimildum um tilraunir afa síns, Valdórs Bóassonar, til að ná togaranum Clyne Castle á flot, en sá togari strandaði í apríl árið 1919 á Bakkafjörum í Öræfum.
Auk þess verður rifjað upp viðtal Péturs Halldórssonar við Skúla Alexandersson, sem fæddist í Kjós í Reykjarfirði á Ströndum 1926. Skúli rifjar upp þegar síldarverksmiðjan reis í Djúpuvík og þegar hún var starfandi. Viðtalið var upphaflega flutt í þættinum Við sjávarsíðuna í desember 2011.
Að lokum heyrum við í Inga Hans Jónsson í Grundarfirði á Snæfellsnesi en hann er einn upphafsmanna Sögumiðstöðvarinnar þar í bæ, sem er allt í senn sögusafn, bókasafn, upplýsingamiðstöð og bíósalur. Ingi Hans segir frá þeim örlagadegi, þegar hann fann á fullorðinsárum draumabíl æsku sinnar á ferðalagi í Kanada. Það var fyrsta skrefið að því að hann hóf að sanka að sér leikföngum úr æsku sinni og endurbyggði hina sögufrægu Þórðarbúð í Grundarfirði.
Efni í þáttinn unnu Rúnar Snær Reynisson og Elsa María Guðlaugs Drífudóttir.
Umsjón: Gígja Hólmgeirdóttir
Kvöldfréttir útvarps
Útvarpsfréttir.
Stór hluti Seyðfirðinga og allir þeir Eskfirðingar sem þurftu að yfirgefa heimili sín vegna rýmingar fengu að snúa aftur heim í dag. Heim komnir Seyðfirðingar segja að móttökurnar á Héraði hafi verið góðar en að það sé gott að snúa heim.
Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hvetur Evrópuríki til varkárni vegna nýs afbrigðis kórónuveirunnar sem greinst hefur í Bretlandi. Borgarstjóri Lundúna segir jólin í ár verða þau verstu í borginni allt frá síðari heimsstyrjöld.
Framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis segir margar konur óöruggar þar sem engin leghálskrabbameinsleit hefur verið í boði á Akureyri frá miðjum október. Plássleysi er um að kenna.
Íslenska mannflóran er þáttaröð um fjölmenningu í íslensku samfélagi í umsjón Chanel Bjarkar Sturludóttur. Í fyrstu þáttaröðinni af Íslensku mannflórunni veitti hún hlustendum innsýn í hugarheim blandaða Íslendinga. Í þessum framhaldsþáttum mun Chanel kanna og svara djúpstæðum spurningum um fjölmenningu í íslensku samfélagi og mun ræða við ýmsa íslendinga; bæði litaða, hvíta og aðflutta um upplifanir þeirra af fjölmenningunni hér á landi.
Umsjón: Chanel Björk Sturludóttir.
Í kjölfar Black lives matter hreyfingarinnar hefur verið mikið rætt um rasisma í samfélaginu á Íslandi og annars staðar. En sú umræða hefur að mestu leyti beinst að kynþætti, en það má segja að á Íslandi sé einnig að finna annars konar fordóma sem beinast gegn uppruna og þjóðerni, sem er útlendingaandúð. Í þessum þætti skoðar Chanel Björk Sturludóttir hugtakið útlendingaandúð og ræðir við stjórnmálafræðingin Ólaf Þ Harðarsson um sögu þess innan stefna íslenskra stjórnvalda. Einnig er rætt við Semu Erlu Serdar um stöðu flóttamanna og hælisleitenda á Íslandi og aðkomu Útlendingastofnunar í þeim málum. Wiola Ujazdowska gefur að lokum innsýn inn í reynsluheim pólskra innflytjenda hér á landi, sem hún lýsir sem ljúfsárri upplifun.
Dánarfregnir
Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.
Árið 1878 var hinn frægi enski rithöfundur Anthony Trollope á ferð á Íslandi ásamt vinum sínum. Í þessum síðari þætti af tveim segir Trollope frá ferð hópsins á Þingvelli og Geysi, og upplifunum þeirra á leiðinni. Bráðskemmtilegar lýsingar á ferð og ferðafélögum. Teikningarnar eru úr kveri sem Trollope gaf út um ferðina. Umsjón: Illugi Jökulsson,
Næturútvarp Rásar 1.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Umsjónarmaður: Brynjólfur Þór Guðmundsson.
Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon.
Jón eigrar um akra tónlistarinnar, léttstígur og viljugur með skemmtilega fróðleiksmola í farteskinu.
Íslensk tónlist spilar yfirleitt stórt hlutverk. Þægilegur og laufléttur morgunþáttur í umsjón frumherja Rásar 2.
Umsjón: Jón Ólafsson
Meðal tónlistarflytjenda: Suzanne Vega, Ólöf Arnalds, Sara Tinganelli, Vera Thors, Bros.Landreth o.fl.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Atli Már Steinarsson tekur á móti gesti sem fer í gegnum uppáhaldslög frá mismunandi tímum.
Gestur Matta er leik og tónlistarkonan Ágústa Eva
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Til skoðunar er hvort hægt er að aflétta rýmingu á hluta Seyðisfjarðar í dag og hleypa íbúum þeirra svæða aftur heim. Ekki er útilokað að frekari skriður geti fallið.
Sviðsstjóri hjá Minjastofnun Íslands segir aurskriðurnar hafa valdið einu mesta tjóni sem orðið hefur á menningarminjum og friðuðum húsum í seinni tíð. Skarð hafi verið höggvið í eina best varðveittu tímburhúsabyggð landsins.
Ráðherra sveitarstjórnarmála heitir Austfirðingum stuðningi við uppbyggingu, bæði á byggðinni sem eyðilagðist og einnig á ofanflóðavörnum.
Þrettán greindust með kórónuveirusmit innanlands í gær. Sóttvarnalæknir segir vísbendingar um að faraldurinn sé í vexti.
Alþjóða heilbrigðismálastofnunin fylgist grannt með rannsóknum á nýju afbrigði COVID-19 í Bretlandi en segir þó alls óvíst að það smitist sjötíu prósent hraðar en önnur, líkt og forsætisráðherra Bretlands tilkynnti í gær.
Úrslitin ráðast á EM kvenna í handbolta í dag. Þórir Hergeirsson og norska liðið mæta ríkjandi Evrópumeisturum Frakklands í úrslitaleiknum.
Umsjón: Ýmsir.
Gígja Hólmgeirsdóttir tekur á móti Huldu Sif Hermannsdóttur, verkefnastjóra og aðstoðarmanni bæjarstjóra Akureyrarbæjar, í hljóðveri á Akureyri. Hulda Sif segir meðal annars frá æsku sinni í Innbænum á Akureyri, frá skiptinemadvöl sinni í Þýskalandi þar sem hún þurfti að gangast undir aðgerð á fæti. Hulda Sif segir einnig frá hvernig hún byrjar að vinna í fjölmiðlum, þróar sig svo yfir í verkefnastjórnun og nú í dag starfar hún sem aðstoðarmaður bæjarstjóra.
Umsjón: Andrea Jónsdóttir.
Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í næsta haust eru 30 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.
Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson
Já það eru jól í Rokklandi í dag - jólaball Rokklands - bara jólamúsík og ekkert annað, sérvalin lög hvert og eitt einasta og þetta er meira og minna allt splunknýtt sem við ætlum að hlusta á í dag - annaðhvort ný jólaög eða eldri jólalög í nýjum búningi, nýjar útgáfur og það er af nógu að taka. Ég held að það hafi aldrei komið eins mikið út af nýrri jólamúsík og núna 2020 hvernig sem stendur á því.
Dolly Parton var að senda frá sér jólaplötuna A Holly Dolly Christmas og við heyrum nokkur lög af henni - skemmtileg Dolly plata með fullt af góðum gestum.
Mark Lanegan var líka að gefa út jólaplötu undir nafninu Dark Mark - Dark Mark does Christmas og við heyrum nokkur lög af henni.
Þar fyrir utan heyrum við í Pheobe Bridges og Jackson Browne saman og sundur, Keb Mo, Best Coast, Black Pumas, Nick Lowe og Los Straitjackets, Jamie Cullum, Sam Fender, Sigga Guðmunds og GDRN, Bo Hall, Orra Harðar, Chilly Gonzales, Tori Amos ofl. - allt áhugavert og skemmtilegt.
Jólalag er ekki bara jólalag - en hvað gerir lag að jólalagi? Jú það virðist vera nóg að það sé minnst á jólin í textanum. Og í Jólarokklandi er sungið um gleðileg jól en líka um jól einstæðinga, heimilislausra og annara sem upplifa ekki endilega gleðileg jól - það er allur gangur á því hvernig fólk hefur það um jólin og það er til fullt af músík sem fjallar um það og við heyrum svoleiðis lög líka í Jólarokklandi - og gamla sálma í nýjum búningi og allt mögulegt. Allskonar - eins og Makkintosið er.
Kvöldfréttir útvarps
Útvarpsfréttir.
Stór hluti Seyðfirðinga og allir þeir Eskfirðingar sem þurftu að yfirgefa heimili sín vegna rýmingar fengu að snúa aftur heim í dag. Heim komnir Seyðfirðingar segja að móttökurnar á Héraði hafi verið góðar en að það sé gott að snúa heim.
Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hvetur Evrópuríki til varkárni vegna nýs afbrigðis kórónuveirunnar sem greinst hefur í Bretlandi. Borgarstjóri Lundúna segir jólin í ár verða þau verstu í borginni allt frá síðari heimsstyrjöld.
Framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis segir margar konur óöruggar þar sem engin leghálskrabbameinsleit hefur verið í boði á Akureyri frá miðjum október. Plássleysi er um að kenna.
Fréttastofa RÚV.
Brot af því besta úr þáttum Tvíhöfða með Jóni Gnarr og Sigurjóni Kjartanssyni.
20. desember Tvíhöfði
Umsjón: Sigurjón Kjartansson, Jón Gnarr og Þórður Helgi Þórðarson