Mynd með færslu

Ferðastiklur

Lára Ómarsdóttir ferðast um landið ásamt föður sínum Ómari Ragnarssyni. Á ferðum sínum hitta þau áhugavert og skemmtilegt fólk, skoða náttúruperlur og segja athyglisverðar sögur af fólki og fyrirbærum. Upptökustjórn: Þór Freysson.

Gjögraskagi eða Flateyjarskagi?

Fagurt er í Fjörðum, kvað skáldið og það er það svo sannarlega eins og víðar á þessum skaga þar sem há og brött fjöll umlykja grösuga og lyngivaxna dalina. Því er það svolítið einkennilegt að þessi skagi skuli ekki bera neitt nafn, í það minnsta...
14.12.2016 - 13:42

„Upp á Dyngjuhálsi, þá er ég kominn heim“

Gæsavatnaleið frá skála og að Holuhrauni er afar torfarin leið og seinleg. Hún liggur yfir hraunbreiður og milli gígaraða og á köflum er erfitt að átta sig á hvar skuli ekið.  Ekið er um brunahraun og milli gíghóla með Dyngjujökli sem lítur stundum...
02.11.2016 - 13:45

Ein af fegurri hálendisleiðum landsins

Það er áhrifaríkt og tilkomumikið að ferðast um á slóðum sem þessum þar sem hraun og svartir sandar kallast á við myndug fjöll og yfir trónir jökullinn. Gæsavatnaleið liggur með norðvesturhorni Vatnajökuls, og á dögum sem þessum er yndislegt að...
25.10.2016 - 09:57

Söngurinn bergmálar í Sönghofsdal

Þeir leynast víða gimsteinarnir í íslenskri náttúru og sumir þeirra betur en aðrir. Einn slíkan demant er einmitt að finna í Krepputungu. Þetta er töfrastaður, álfaheimur segja sumir, dalur sem syngur, leynidalur. Hann er afar fáfarinn og mjög fáir...
23.06.2015 - 13:54

Gróðurvin í auðninni

Krepputunga er 50-60 kílómetra löng tunga á milli Kreppu og Jökulsár á Fjöllum og nær suður að Kverkfjöllum. Jarðfræðilega og landfræðilega tilheyrir Krepputunga Ódáðahrauni og er hún nánast gróðurlaus.
23.06.2015 - 13:33

Vestan Kreppu – norðan Vatnajökuls

Svartir, sandar, melar og vikur svo langt sem augað eygir, einkennir landslagið á hálendinu norðan Vatnajökuls, líka hraunbreiður og sérkennilegar bergmyndanir. Þó er landslagið þar stórbrotið og á köflum öðruvísi og inn á milli leynast gróðurvinjar...
23.06.2015 - 13:21

Facebook

Twitter