Vaðlaheiðargöng

Hafna því að setja aukið fjármagn í göngin

Tveir af þremur stærstu hluthöfunum í Greiðri leið ehf., ætla ekki að setja meira fjármagn í framkvæmdir við Vaðlaheiðargöng. Ríflega þrjá milljarða vantar til að hægt sé að klára göngin.
21.03.2017 - 12:07

Eðlilegt að skoða fjármögnun Vaðlaheiðarganga

Stjórnarformaður Greiðrar leiðar, sem á sextíu prósent í Vaðlaheiðargöngum, segir að sveitarfélögin eða aðrir hluthafar ganganna komi ekki með meira fé í gerð ganganna eins og staðan er í dag. Bæjarstjórinn á Akureyri segir hinsvegar eðlilegt að...

Vill ljúka við Vaðlaheiðargöng

Fjármálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp um að tryggja fjármagn til að ljúka gerð Vaðlaheiðarganga. Hann segir ekki hægt að skilja þau eftir ókláruð en útilokar ekki að hluti fjármagnsins komi annars staðar en frá ríkinu, til dæmis...
18.03.2017 - 19:45

Óvissa um aukalán fyrir Vaðlaheiðargöng

Ekki er komið á hreint hvort Vaðlaheiðargöng hf. fær viðbótarlán upp á ríflega þrjá milljarða króna frá ríkinu. Gröftur ganganna hefur gengið hægt og endanlegur kostnaður gæti hæglega hækkað enn frekar.
17.03.2017 - 19:00

Efna til keppni um nýtingu hitans í Vaðlaheiði

Stefnt er að því að halda hugmyndasamkeppni um nýtingu heita vatnsins sem fannst í Vaðlaheiðargöngum. Að keppninni standa fyrirtækin EIMUR, Íslensk verðbréf og Vaðlaheiðargöng hf.
06.03.2017 - 15:57

Gröftur Vaðlaheiðarganga gengur hægt

Vaðlaheiðargöng voru aðeins lengd um 11 metra í síðustu viku og að meðaltali hafa verktakar komist áfram 19 metra í hverri viku það sem af er ári. Meðaltal síðasta árs var 34 metrar.
06.03.2017 - 14:52

Kostnaður vegna Vaðlaheiðarganga eykst enn

Vaðlaheiðargöng kosta að minnsta kosti 3,2 milljörðum meira en upphaflega var gert ráð fyrir. Unnið er að því að fá viðbótarlán frá ríkinu vegna þess, en kostnaðurinn gæti þó enn aukist þar sem greftri er ólokið.
22.02.2017 - 12:28

Gegnumslag í Vaðlaheiði gæti orðið í febrúar

Stefnt er að gegnumslagi í Vaðlaheiðargöngum í lok febrúar eða byrjun mars. Til þess þarf þó allt að ganga upp og framvinda verksins að vera langt yfir meðaltali síðasta árs og því er líklegt að áætluð verklok muni tefjast.
12.01.2017 - 19:17

Grjót hrundi úr lofti Vaðlaheiðarganga

Nokkur tonn af bergi hrundu úr gangalofti Vaðlaheiðarganga í fyrrinótt. Óhappið varð Eyjafjarðarmegin í göngunum. Menn voru að störfum þegar hrunið varð en engan sakaði.
23.11.2016 - 08:35

Búið að grafa yfir 80% af Vaðlaheiðargöngum

Ágætur gangur hefur verið í greftri Vaðlaheiðarganga undanfarnar vikur og var sú síðasta með þeim betri. Lengd ganganna er nú 5.855 metrar, sem er 81,3% af áætlaðari heildarlengd ganganna.
29.08.2016 - 15:34

Aðstæður batna í Vaðlaheiðargöngum

Vinnuaðstæður gangagerðarmanna í Vaðlaheiðargöngum hafa batnað mikið upp á síðkastið. Lítið vatn er nú í borholum Eyjafjarðarmegin og þar dregur úr jarðhita. Þá er hafinn gröftur í gegnum misgengi þar sem göngin fylltust í Fnjóskadal.
18.07.2016 - 13:37

Tafir kosta hundruð milljóna

Tafir á opnun Vaðlaheiðarganga um eitt ár geta kostað allt að 400 til 500 milljónir króna aukalega miðaða við upprunalega viðskiptaáætlun ganganna. Áætlað er að mánaðarlegt tekjutap sé um fjörutíu milljónir. Vinna við Vaðlaheiðargöng hefur tafist...
14.07.2016 - 07:36

Ein flóknasta aðgerð í jarðgöngum hér á landi

Hafnar eru framkvæmdir í Vaðlaheiðargöngum við að fylla upp í gríðarstórt misgengi sem þar opnaðist fyrir tæpu ári. Þetta er eitt flóknasta verkefni sem gangagerðarmenn hér á landi hafa staðið frammi fyrir.
19.02.2016 - 18:29

Vaðlaheiðargöng ári á eftir áætlun

Stjórn Vaðlaheiðarganga fór á fund fjárlaganefndar í morgun og fór þar yfir gangagröftinn, fjármögnun á framkvæmdum og áætluð verklok. Gert er ráð fyrir gegnumslagi í haust og að göngin verði komin í notkun í desember 2017.
15.02.2016 - 16:15

1,5 kílómetrar í heitum jarðlögum

Ekkert bendir til þess að verktakinn í Vaðlaheiðargöngum komist á næstunni í gegnum þann mikla jarðhita sem tafið hefur verkið mánuðum saman. Þá verður ekki hægt að hefja boranir á ný í austanverðum göngunum fyrr en í mars. Gangagerðin er nú ári á...
02.02.2016 - 13:00