United Silicon

Vissi ekki að byggingar voru of háar

Arkitekt verksmiðju United Silicon vissi ekki af því að skipulaginu hefði verið breytt þegar hann teiknaði verksmiðjuna. Hann gerði teikningarnar í samræmi við drög að skipulagi sem höfðu verið auglýst. Skipulagið breyttist svo í athugasemdaferli án...
30.04.2017 - 12:39

Byggingar hærri en deiliskipulag leyfir

Tvær byggingar við verksmiðju United Silicon eru hærri en gildandi deiliskipulag heimilar, þar á meðal pökkunarstöð sem bætt var við eftir að umhverfismat var gert. Forstjóri Skipulagsstofnunar segir að þetta sé lögbrot, og á ábyrgð Reykjanesbæjar.
28.04.2017 - 11:59

Lyktarmengun óþekkt við aðrar kísilverksmiðjur

Lyktarmengun frá kísilverksmiðjum hefur ekki verið vandamál annars staðar í heiminum, eins og raunin er með kísilverksmiðjuna í Helguvík. Þetta segir efnaverkfræðingur sem heldur utan um rannsóknir á mengun við verksmiðjuna.
27.04.2017 - 13:29

Spurði um „safaríkar“ ívilnanir United Silicon

Einar Brynjólfsson, þingmaður Pírata, gerði ívilnanasamning íslenskra stjórnvalda við United Silicon frá árinu 2014, að umfjöllunarefni í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Hann spurði Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-,...
26.04.2017 - 16:36

Mega gangsetja ofninn að uppfylltum skilyrðum

Umhverfisstofnun hefur veitt United Silicon heimild til að endurræsa svokallaðan ljósbogaofn verksmiðju fyrirtækisins í Helguvík, vegna frekari greiningar á orsökum lyktarmengunar og vinnu við mögulegar úrbætur. Þetta kemur fram í bréfi sem...
26.04.2017 - 09:29

Laus búnaður olli eldinum hjá United Silicon

Spennutengdur búnaður sem losnaði olli brunanum í kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík fyrir viku. Þetta er niðurstaða rannsóknar Vinnueftirlitsins. Vinnueftirlitið hefur nú komist að orsök eldsins.
25.04.2017 - 18:15

Óskar samstarfs við Umhverfisstofnun

Stjórnendur United Silicon í Helguvík gera ekki athugasemdir við ákvörðun Umhverfisstofnunar um að heimila ekki gangsetningu verksmiðjunnar nema í samráði við stofnunina. Þeir óska eftir samstarfi við Umhverfisstofnun um endurræsingu verksmiðjunnar...
25.04.2017 - 07:20

Ekki rétt staðið að undirbúningi

Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokks og fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis, segir að ekki hafi verið rétt staðið að undirbúningi verksmiðju United Silicon í Helguvík. Hann segir einboðið að verksmiðjan fari ekki aftur í gang, fyrr en mál hennar...
23.04.2017 - 19:05

Gerir engar athugasemdir við ummæli ráðherra

Kristín L. Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, segir verksmiðju United Silicon í Helguvík eiga í margvíslegum erfiðleikum og gerir engar athugasemdir við ummæli umhverfisráðherra um verksmiðjuna. Áformum stofnunarinnar um að stöðva starfsemi...
21.04.2017 - 19:15

United Silicon fær frest

United Silicon hefur fengið frest til miðnættis á mánudag til að skila athugasemdum við áform Umhverfisstofnunar um að stöðva starfsemi verksmiðjunnar í Helguvík. Talsmaður fyrirtækisins segir að verksmiðjan verði ekki gangsett á ný fyrr en lausn sé...
21.04.2017 - 12:31

Hyggjast stöðva starfsemi fyrirtækisins

Umhverfisstofnun hefur tilkynnt United Silicon um áform sín um að stöðva starfsemi fyrirtækisins. Verksmiðjan hefur frest fram til föstudags til að koma fram með athugasemdir. „Við tilkynntum fyrirtækinu um áform okkar um stöðvun starfseminnar, það...
19.04.2017 - 12:29

Lokunarheimild liggur hjá Umhverfisstofnun

Björt Ólafsdótttir, umhverfissráðherra, hefur sjálf ekki heimild til þess að láta loka kísilmálmverksmiðju United Silicon. Hún kallar eftir því að Umhverfisstofnun loki verksmiðjunni á meðan fundið er út hvað er í ólagi þar í tengslum við mengun,...
18.04.2017 - 12:19

Umhverfisráðherra: „Það þarf að loka“

Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, segir að loka þurfi kísilmálmverksmiðjunni í Helguvík. Frá þessu greinir hún á Facebook og segir að nú sé nóg komið, í kjölfar frétta um að eldur hafi kviknað í verksmiðjunni.
18.04.2017 - 09:54

Verksmiðja United Silicon óstarfhæf næstu daga

„Þetta er fyrst og síðast rekstrartjón, þar sem verksmiðjan verður óstarfhæf næstu daga og framleiðslan dettur því niður,“ segir Kristleifur Andrésson, stjórnandi öryggis- og umhverfismála hjá United Silicon, í samtali við fréttastofu. Hann var að...
18.04.2017 - 09:36

„Held að starfsmenn hafi ekki verið í hættu“

Slökkvistarfi í verksmiðju United Silicon í Helguvík er lokið. Neyðarlínunni barst tilkynning um klukkan fjögur í nótt um töluverðan eld í verksmiðjunni og var allt tiltækt slökkvilið hjá Brunavörnum Suðurnesja kallað á vettvang í kjölfarið. Jón...
18.04.2017 - 08:28