Umferðarslys

Olíubíllinn kominn upp á veg

Búið er að reisa við olíubílinn sem fór á hliðina við brú yfir Hörgá í Hörgárdal skömmu fyrir hádegi og koma honum aftur upp á veg. Ökumaður bílsins var fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri en ekki er talið að hann hafi slasast alvarlega. Um 3000 lítrar...
11.07.2017 - 14:57

Slys af völdum farsímanotkunar mjög vanskráð

Miklu fleiri umferðarslys verða af völdum farsímanotkunar undir stýri en sést í opinberum skráningum, að mati Samgöngustofu. Lögregla skoðar núna hvort breyta skuli verklagi þegar grunur er um slíkt. Samgöngustofa heldur skrá yfir umferðarslys sem...
05.07.2017 - 21:56

Hvalfjarðargöng lokuð vegna umferðarslyss

Loka þurfti Hvalfjarðargöngunum nú á sjötta tímanum eftir að ungur maður ók bíl sínum utan í gangaveginn. Manninn sakaði ekki alvarlega, samkvæmt upplýsingum frá Neyðarlínu, en hann var fluttur á Landspítalann í Fossvogi til nánari skoðunar.
30.06.2017 - 06:04

Beltin björguðu í hörðum árekstri

Þrír voru fluttir á spítala á Egilsstöðum laust eftir miðnætti með minniháttar meiðsl eftir harðan árekstur á Hringveginum um tíu kílómetra norður af bænum. Mikil þoka var á veginum og sendibíll og fólksbíll sem komu úr gagnstæðri átt skullu saman.
03.06.2017 - 06:23

Fjórir enn á sjúkrahúsi eftir slys

Tveir af fjórum erlendum ferðamönnum, sem fluttir voru með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Sjúkrahúsið á Akureyri eftir bílslys í Vatnsdalshólum í gærkvöld, hafa verið útskrifaðir af sjúkrahúsinu.
16.05.2017 - 11:28

Níu af ellefu markmiðum á rauðu

Í fyrra ferðuðust tæplega milljón ferðamenn um Ísland á bílaleigubílum. Á árunum 2014 til 2016 tvöfaldaðist álag vegna umferðar bílaleigubíla hér á landi. Slysum hefur á sama tímabili fjölgað. Samgöngustofa hefur ekki getað treyst á fjárveitingar...

Harður árekstur í Víkurskarði

Tveir bílar skullu saman í hörðum árekstri í austanverðu Víkurskarði á áttunda tímanum í gærkvöld. Fólksbíl var ekið á röngum vegarhelmingi niður skarðið á móti jeppa sem kom úr austurátt.
07.03.2017 - 12:03

Þrír slösuðust í árekstri í Keflavík

Tveir bílar skullu saman við Rósaselstorg í Keflavík í hádeginu með þeim afleiðingum að einn var fluttur alvarlega slasaður á sjúkrahús í Reykjavík og tveir minna slasaðir á sjúkrahús í Keflavík.
17.10.2016 - 15:27

Alvarlegt umferðarslys í Hafnarfirði

Alvarlegt umferðarslys varð um eittleytið á Reykjanesbraut á móts við kirkjugarðinn. Lögreglan var í forgangsakstri að fylgja sjúkrabíl frá Keflavík í neyðarakstri, þegar lögreglumótorhjól og bíll rákust á.
17.10.2016 - 13:13

Ekið á gangandi vegfaranda á Akureyri

Ekið var á gangandi vegfaranda á Hörgárbraut á Akureyri rétt upp úr klukkan 12. Að sögn lögreglu var hann fluttur á slysadeild til rannsóknar og aðhlynningar.
14.10.2016 - 13:47

Átta bíla árekstur við Kópavogsgjá

Miklar umferðartafir urðu á Hafnarfjarðarveginum á leið til Reykjavíkur á níunda tímanum vegna umferðaróhapps skammt frá brúnni yfir Kópavogsgjána.
26.08.2016 - 09:01

Sex unglingar létust í bílslysi í Frakklandi

Sex unglingar í skólabifreið létust í umferðarslysi nærri Rochefort í vesturhluta Frakklands í morgun. Tveir að auki eru slasaðir. Alls voru átján í skólabifreiðinni.
11.02.2016 - 13:51

Sluppu vel úr bílveltu við Skaftafell

Tveir erlendir ferðamenn reyndust eftir rannsókn á Landspítalanum hafa sloppið vel úr bílveltu við Skaftafell. Meiðsli beggja eru talin minni háttar og þeir voru útskrifaðir í dag. Bíll þeirra fór út af síðdegis í gær og fór margar veltur. Meiðsli...
13.01.2016 - 15:04

Tveir ölvaðir útaf hringveginum

Lögreglan á Suðurlandi kærði tvo ökumenn fyrir ölvun við akstur um helgina, eftir að þeir höfðu ekið útaf hringveginum í Rangárþingi. Slökkviliðsmenn þurftu að beita klippum til að ná öðrum manninum út úr bílnum, en hann reyndist lítið meiddur.
21.12.2015 - 12:28