Tyrkland

Erdogan um úrslitin: „Söguleg ákvörðun“

Recep Erdogan, forseti Tyrklands, segir að Tyrkir hafi tekið sögulega ákvörðun með því að kjósa með breytingum á stjórnkerfi landsins í dag. Þetta hafi verið ákvörðun almennings. „Við erum að gera einhverjar mikilvægustu breytingar á stjórnkerfi...
16.04.2017 - 19:41

Mjótt á munum í Tyrklandi - 96% atkvæða talin

Búið er að telja 96 prósent atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslunni í Tyrklandi. 51,5 prósent eru fylgjandi því að forseti fái aukin völd. 48,5 prósent eru því andvíg. Munurinn hefur minnkað frá fyrstu tölum.
16.04.2017 - 16:23

Þjóðaratkvæðagreiðsla hafin í Tyrklandi

Kjörstaðir voru opnaðir í Tyrklandi í morgun, en þar gefst þjóðinni kostur á að greiða atkvæði um breytingu á stjórnarskrá sem myndi leiða til aukinna valda forseta. Kjörstaðir í austurhluta landsins opnuðu klukkan fjögur að íslenskum tíma og vestar...
16.04.2017 - 05:50

Grunaðir um njósnir fyrir Tyrki í Þýskalandi

Yfirvöld í Þýskalandi rannsaka nú mál tuttugu manna sem grunaðir eru um njósnir fyrir tyrknesk stjórnvöld. Innanríkisráðherra Þýskalands greindi frá þessu í svari við fyrirspurn þingmanns Vinstriflokksins. Talið er að hinir grunuðu hafi njósnað...
06.04.2017 - 11:39

Rannsaka fullyrðingar um njósnir Tyrkja

Saksóknarar í Þýskalandi ætla að rannsaka fullyrðingar um að tyrkneskir njósnarar hafi fylgst með fólki sem grunað er um stuðning við múslimaklerkinn Fetullah Gülen þar í landi. Búast má við að samskipti ráðamanna þjóðanna versni enn frekar við...
28.03.2017 - 16:50

Sakar Tyrki um njósnir í Þýskalandi

Innanríkisráðherra í þýska fylkinu Neðra Saxlandi segir að tyrknesk stjórnvöld hafi njósnað um tyrki búsetta í Þýskalandi; fólk sem þau hafi grunað um að hafa samúð með klerkinum Fetullah Gulen. Ráðamenn í Ankara segja að Gulen, sem er í útlegð í...
28.03.2017 - 10:43

Kosið um breytingar á stjórnarskrá Tyrklands

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar um breytingar á stjórnarskrá Tyrklands hófst í dag. Þrjár milljónir Tyrkja sem búsettir eru í sex Evrópulöndum geta greitt atkvæði um þær. Um það bil helmingur þeirra býr í Þýskalandi. Tilgangurinn með breytingunum er...
27.03.2017 - 15:14

Ræddi við Tyrki um að losna við Gulen

Michael Flynn , fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trumps, ræddi við utanríkisráðherra Tyrklands, hvernig hægt væri að losna við tyrkneska klerkinn Fethullah Gulen frá Bandaríkjunum. Þetta fullyrðir fyrrverandi forstjóri bandarísku...
25.03.2017 - 12:32

Norðmenn veita tyrkneskum hermönnum hæli

Tyrkir eru Norðmönnum æfir eftir að þeir síðarnefndu veittu fimm tyrkneskum hermönnum hæli. Fimmmenningarnir voru staddir í Noregi í fyrra þegar hluti hersins reyndi að steypa stjórn Erdogans forseta af stóli. Þeir segjast engan þátt hafa átt í því...
22.03.2017 - 13:57

Dönsk yfirvöld vara Tyrki við afskiptum

Danska utanríkisráðuneytið hefur varað embættismenn í tyrkneska sendiráðinu í Kaupmannahöfn að afskipti af dönskum ríkisborgurum af tyrkneskum uppruna verði ekki liðin. Þetta kom í kjölfar umfjöllunar danskra fjölmiðla um helgina um að nokkrir Danir...
20.03.2017 - 18:46

Tyrkland á tímamótum

Samband Tyrklands og ríka Evrópu hefur versnað ótrúlega hratt síðustu daga og vikur. Leiðtogar Tyrklands hafa undanfarið sakað Evrópubúa um fasisma og þjóðarmorð á múslimum, eftir að ekki varð af kosningafundum í nokkrum Evrópuríkjum. Stjórnmálamenn...
20.03.2017 - 08:50

Búin að fá nóg af yfirlýsingum Erdogans

Stjórnvöld í Þýskalandi eru búin að fá nóg af stórkarlalegum yfirlýsingum Erdogans, forseta Tyrklands, sem síðast í dag sakaði Angelu Merkel kanslara um að beita aðferðum nasista gegn Tyrkjum.
19.03.2017 - 20:57

Segir Merkel beita aðferðum nasista

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, sakar Angelu Merkel Þýskalandskanslara um að beita aðferðum nasista gegn Tyrkjum. Í ræðu sem hann flutti í dag í Istanbúl og var sjónvarpað um landið sagði forsetinn að þessum nasistaaðferðum hefði Merkel...
19.03.2017 - 15:08

Kúrdar kröfðust lýðræðis í Tyrklandi

Um það bil þrjátíu þúsund kúrdískir mótmælendur komu saman í Frankfurt í Þýskalandi í dag og kröfðust lýðræðis í Tyrklandi. Þeir hvöttu Tyrki til að greiða atkvæði gegn breytingum á stjórnarskrá landsins sem ætlað er að auka völd Erdogans forseta...
18.03.2017 - 21:03

Tónleikum aflýst vegna stjórnmálatengsla

Stjórnendur Ólympíuhallarinnar í Innsbruck í Austurríki ákváðu í gær að aflýsa tónleikum sem til stóð að halda þar á morgun. Tónlistarmennirnir voru allir tyrkneskir og töldu stjórnendur hallarinnar að viðburðurinn yrði af pólitískum toga. The Local...
17.03.2017 - 05:25