Tyrkland

Norðmenn veita tyrkneskum hermönnum hæli

Tyrkir eru Norðmönnum æfir eftir að þeir síðarnefndu veittu fimm tyrkneskum hermönnum hæli. Fimmmenningarnir voru staddir í Noregi í fyrra þegar hluti hersins reyndi að steypa stjórn Erdogans forseta af stóli. Þeir segjast engan þátt hafa átt í því...
22.03.2017 - 13:57

Dönsk yfirvöld vara Tyrki við afskiptum

Danska utanríkisráðuneytið hefur varað embættismenn í tyrkneska sendiráðinu í Kaupmannahöfn að afskipti af dönskum ríkisborgurum af tyrkneskum uppruna verði ekki liðin. Þetta kom í kjölfar umfjöllunar danskra fjölmiðla um helgina um að nokkrir Danir...
20.03.2017 - 18:46

Tyrkland á tímamótum

Samband Tyrklands og ríka Evrópu hefur versnað ótrúlega hratt síðustu daga og vikur. Leiðtogar Tyrklands hafa undanfarið sakað Evrópubúa um fasisma og þjóðarmorð á múslimum, eftir að ekki varð af kosningafundum í nokkrum Evrópuríkjum. Stjórnmálamenn...
20.03.2017 - 08:50

Búin að fá nóg af yfirlýsingum Erdogans

Stjórnvöld í Þýskalandi eru búin að fá nóg af stórkarlalegum yfirlýsingum Erdogans, forseta Tyrklands, sem síðast í dag sakaði Angelu Merkel kanslara um að beita aðferðum nasista gegn Tyrkjum.
19.03.2017 - 20:57

Segir Merkel beita aðferðum nasista

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, sakar Angelu Merkel Þýskalandskanslara um að beita aðferðum nasista gegn Tyrkjum. Í ræðu sem hann flutti í dag í Istanbúl og var sjónvarpað um landið sagði forsetinn að þessum nasistaaðferðum hefði Merkel...
19.03.2017 - 15:08

Kúrdar kröfðust lýðræðis í Tyrklandi

Um það bil þrjátíu þúsund kúrdískir mótmælendur komu saman í Frankfurt í Þýskalandi í dag og kröfðust lýðræðis í Tyrklandi. Þeir hvöttu Tyrki til að greiða atkvæði gegn breytingum á stjórnarskrá landsins sem ætlað er að auka völd Erdogans forseta...
18.03.2017 - 21:03

Tónleikum aflýst vegna stjórnmálatengsla

Stjórnendur Ólympíuhallarinnar í Innsbruck í Austurríki ákváðu í gær að aflýsa tónleikum sem til stóð að halda þar á morgun. Tónlistarmennirnir voru allir tyrkneskir og töldu stjórnendur hallarinnar að viðburðurinn yrði af pólitískum toga. The Local...
17.03.2017 - 05:25

Segir engan mun á Rutte og Wilders

Utanríkisráðherra Tyrklands, Mevlut Cavusoglu, segir engan mun vera á málflutningi Marks Rutte, fortsætisráðherra Hollands og „fasistanum“ Geert Wilders; hugarfar þeirra sé það sama. Þetta hefur opinber tyrknesk fréttaveita, Anadolu, eftir...
16.03.2017 - 09:35

Gagnslausir múrar, lögbrot og skortur á mannúð

Evrópusambandið hefur brugðist við auknum straumi flóttamanna með ómannúðlegum hætti. Með því að reisa veggi og gera ólöglegan samning við Tyrkland um móttöku flóttafólks. Ef sambandið gerir fleiri slíka samninga er úti um Flóttamannasáttmála...

Segir siðferði Hollendinga „brotið“

Recep Tayyio Erdogan, forseti Tyrklands, sagði í dag að siðferði Holldinga sé „brotið“, vegna framgöngu þeirra í Srebrenica í Bosníu, þar sem 8.000 múslímar voru myrtir árið 1995. Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, sakar Erdogan um...
14.03.2017 - 15:34

Meina sendiherra Hollands að snúa til Ankara

Sendiherra Hollands í Tyrklandi hefur verið meinað að snúa aftur til Ankara. Numan Kurtulumus, aðstoðar forsætisráðherra Tyrklands greindi frá þessu eftir að ríkisstjórnarfundi lauk í kvöld. Kees Cornelius van Rij sendiherra er þessa dagana staddur...
13.03.2017 - 21:25

Hollendingar fari varlega í Tyrklandi

Hollensk stjórnvöld gáfu í dag út ferðaviðvörun til hollenskra ríkisborgara í Tyrklandi. Hollendingar eru hvattir til að gæta varkárni og forðast samkomur og fjölsótta staði. Þá er varað við hættu á hryðjuverkum í landinu öllu, en einkum við...
13.03.2017 - 11:10

Tyrkir mótmæla í Amsterdam

Óeirðalögregla beitti háþrýstidælum til að leysa upp mótmæli nokkur hundruð Tyrkja og tyrkneskættaðra Hollendinga í Amsterdam í kvöld. Borgarstjórinn, Eberhard van der Laan, fór fram á að bundinn yrði endi á mótmælin á tólfta tímanum í kvöld, á þeim...
13.03.2017 - 01:33

Frestar heimsókn forsætisráðherra Tyrklands

Lars Lökke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur vill fresta opinberri heimsókn starfsbróður síns frá Tyrklandi, vegna aukinnar spennu í samskiptum Tyrklands við hollensk stjórnvöld. Binali Yilderim, forsætisráðherra Tyrklands átti að koma til...
12.03.2017 - 15:32

Lögregla réðist gegn mótmælendum í Rotterdam

Óeirðalögregla í Rotterdam beitti í nótt háþrýstidælum, hundum og lögregluliði á hestum til að leysa upp hörð og fjölmenn mótmæli tyrkneskra ríkisborgara þar í borg. Um 1.000 manns söfnuðust saman við ræðismannsskrifstofu Tyrklands í Rotterdam...
12.03.2017 - 02:28