sýrland

Sprengdu tvo sýrlenska skriðdreka

Ísraelski herinn stóð fyrir loftárásum í Sýrlandi í dag, laugardag. Árásirnar beindust að hernaðarskotmörkum við sýrlensku landamærin, nálægt Gólanhæðum, sem her­numd­ar eru af Ísra­els­her. Meira en tíu eldflaugum var nýlega skotið á Gólanhæðir frá...
25.06.2017 - 02:43

Orrustur í lofti heyra nánast sögunni til

Afar sjaldgæft er að orrustuþotur séu skotnar niður af öðrum orrustuþotum. Það gerðist hins vegar á sunnudaginn þegar bandarískur orrustuflugmaður skaut niður sýrlenka orrustuþotu sem hafði gert loftárásir á hversveitir í Sýrlandi sem njóta...
22.06.2017 - 07:02

Álíta flugvélar Bandaríkjanna skotmörk

Stjórnvöld í Rússlandi hafa tilkynnt bandarískum yfirvöldum að þau muni líta á flugvélar þeirra sem skotmork og fylgjast með þeim sem slíkum. Þetta gera þau vegna þess að Bandaríkjaher skaut niður flugvél sýrlenska hersins sem gerði loftárásir á...
19.06.2017 - 13:42

Enn syrtir í álinn í Sýrlandi

Átök harðna enn í Sýrlandsstríðinu og flækjustigið hækkar eftir nýjustu árásir Bandaríkjamanna og Írana á ólík skotmörk í landinu síðasta sólarhringinn. Þótt erfitt sé að ímynda sér að ástandið í Sýrlandi geti versnað vekja aðgerðir þessara tveggja...
19.06.2017 - 03:49

Nýtt myndskeið af Aleppo-drengnum

Nýjar myndir hafa verið birtar af Omran Daqneesh, drengnum sem vakti heimsathygli þegar myndir af honum birtust rykugum og blóðugum eftir árás í Aleppo í Sýrlandi í fyrra. 
06.06.2017 - 15:49

Uppreisnarmenn umkringja Raqqa

Uppreisnarhópar úr röðum Kúrda hafa náð yfirráðum á stóru landssvæði vestur af borginni Raqqa í Sýrlandi. Búist er við því að uppreisnarmenn hefji árás á borgina á næstu dögum, en Raqqa er höfuðvígi Íslamska ríkisins.
03.06.2017 - 11:47

Fjöldi Kúrda féll í loftárásum Tyrkja

Átján liðsmenn hersveita Kúrda í Sýrlandi féllu í loftárás tyrkneska hersins í dag. Kúrdar hafa verið bandamenn Bandaríkjanna og annarra vestrænna ríkja í hernaði gegn vígasveitum hins svokallaða Íslamska ríkis.
25.04.2017 - 10:44

43 flóttamenn létu lífið í sprengjuárás

Að minnsta kosti 43 féllu í árás á rútur sem voru að flytja flóttafólk frá tveimur umsetnum bæjum í Sýrlandi. Talið er að árásarmaður hafi ekið bíl að rútunum þar sem hann var sprengdur. Tugir eru illa særðir eftir sprenginguna og talið að enn...
15.04.2017 - 15:01

Hafnar ásökunum um efnavopnaárás

Bashar al-Assad, forseti Sýrlands hafnar ásökunum um að sýrlenski herinn hafi gert árás með efnavopnum í byrjun apríl þar sem næstum níutíu manns létust. Þetta sagði hann í viðtal sem AFP fréttaveitan birti í dag. Assad segir að sýrlenski herinn...
13.04.2017 - 15:51

Þingnefnd kallar utanríkisráðherra á sinn fund

Utanríkismálanefnd Alþingis hefur kallað Guðlaug Þór Þórðarson utanríkismálaráðherra á sinn fund í dag til þess að ræða stöðuna í Sýrlandi. Áttatíu og níu eru látnir í Sýrlandi af völdum efnavopnaárásarinnar á þriðjudag. 
10.04.2017 - 08:47

Aflýsir heimsókn til Moskvu vegna Sýrlands

Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, hefur aflýst fyrirhugaðri heimsókn sinni til Moskvu. Til stóð að Johnson færi til Rússlands á mánudag. Nú er staðan hins vegar breytt, sagði hann í dag. Breska ríkisútvarpið hefur eftir honum að það sé...
08.04.2017 - 16:41

Bandaríkin vara við frekari aðgerðum

Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum boðar frekari hernaðaríhlutun Bandaríkjanna í Sýrlandi, verði Sýrlendingar uppvísir að notkun efnavopna. Haley sagði að Bandaríkin myndu ekki standa aðgerðalaus hjá ef efnavopnum yrði...
08.04.2017 - 00:16

Pútín: Árásin skýlaust brot á alþjóðalögum

Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, fordæmir harðlega eldflaugaárás Bandaríkjamanna á Shayrat-flugvöllinn í Sýrlandi og varar við því að hún muni hafa alvarleg, neikvæð áhrif á samband Bandaríkjanna og Rússlands. Pútín segir aðgerðir Bandaríkjamanna í...
07.04.2017 - 06:37

Minnst 6 féllu og eyðileggingin gríðarleg

Eldflaugaárás Bandaríkjamanna á Shayrat-flugvöll kostaði minnst sex mannslíf, að sögn talmanns Sýrlandshers. Fyrr í morgun sagði Talal Barazi, héraðsstjóri í Homs-héraði í Sýrlandi, nokkra píslarvotta hafa mætt örlögum sínum, en að ekki væri vitað...
07.04.2017 - 05:38

Vöruðu Rússa við yfirvofandi eldflaugaárás

Bandarísk yfirvöld vöruðu Rússa við yfirvofandi eldflaugaárás á Shayrat-herflugvöllinn í Sýrlandi í nótt, til að minnka líkur á mannfalli. Sýrlenski flugherinn er þar með mikla aðstöðu og fjölda flugvéla, en Rússar hafa verið með viðveru þar líka....
07.04.2017 - 03:56