Suður Kórea

Sammála um tillögur gegn Norður-Kóreu

Forsetar Bandaríkjanna og Suður-Kóreu sammæltust um að beita stjórnvöld í Pyongyang enn frekari þrýstingi eftir eldflaugaskot þeirra fyrir helgi. Þeir hyggjast bera tillögur sínar undir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í vikunni.
17.09.2017 - 07:24

Sagðir undirbúa flugskeytatilraun

Líkur eru taldar á að Norður-Kórea undirbúi tilraun með langdrægt flugskeyti á næstunni. Reuters fréttastofan hefur eftir suður-kóreskum fjölmiðlum að sést hafi til ferða flutningatækja með slík flugskeyti um borð á leið til vesturs, þar sem...
05.09.2017 - 06:25

Stórskotaæfing Suður-Kóreu á Japanshafi

Umfangsmikil heræfing gegn hugsanlegri árás frá Norður-Kóreu stendur yfir á Japanshafi. Frá kjarnorkuvopnatilraun Norður-Kóreu aðfaranótt sunnudags hefur suður-kóreski herinn minnt á sig ef nágrannarnir hafa innrás í hyggju.
05.09.2017 - 02:06

Suður-Kórea styrkir loftvarnir landsins

Stjórnvöld í Suður-Kóreu eru opin fyrir því að setja upp fleiri THAAD-loftvarnarkerfi í landinu. Þegar hefur tveimur loftvarnarkerfum verið komið fyrir. Loftvarnarkerfið er verulega umdeilt, jafnt innan Suður-Kóreu sem utan.
04.09.2017 - 01:52

Sammála um að stækka vopnabúr Suður-Kóreu

Bandaríkin og Suður-Kórea gerðu samning í gærkvöld um að auka varnir Suður-Kóreu vegna sívaxandi ógnar nágranna þeirra í norðri. Forsetar ríkjanna ræddust við í síma og gaf Bandaríkjaforseti samþykki sitt fyrir milljarða dala vopnaviðskiptum á milli...
02.09.2017 - 06:37

Forseti Suður-Kóreu fær falleinkunn

Forseti Suður-Kóreu fær falleinkunn fyrir fyrstu hundrað daga sína í embætti í pistli í ríkisfjölmiðli Norður-Kóreu. Forsetinn er sagður hræsnari vegna ummæla sinna í tilefni hundrað daga setunnar.
18.08.2017 - 05:46

Moon: „Mun koma í veg fyrir stríð“

Ekkert stríð verður háð á Kóreuskaga, að sögn Moon Jae-In, forseta Suður-Kóreu. Hann segir suður-kóresku þjóðina hafa lagt of hart af sér við endurbyggingu landsins eftir Kóreustríðið.
17.08.2017 - 04:52

Vilja senda erfingja Samsung í fangelsi

Saksóknarar í Suður-Kóreu krefjast þess að Lee Jae Jong, erfingi Samsung fyrirtækjarisans, verði dæmdur í tólf ára fangelsi fyrir fjármálaspillingu. Hann og fjórir aðrir í framkvæmdastjórn Samsung eru sakaðir um mútur, meinsæri, fjárdrátt og að hafa...
07.08.2017 - 10:55

Eldflaugar fljúga í Norður- og Suður Kóreu

Norður-Kóreumenn segja eldflaugina sem skotið var á loft þar eystra á föstudag hafa verið endurbætta útgáfu Hwasong-14 ICBM flaugarinnar, sem þeir skutu upp hinn 4. júlí síðastliðinn. Í frétt norður-kóreska sjónvarpsins segir að flaugin hafi náð 3....
29.07.2017 - 01:19

Stjórnvöld í Pyongyang svara ekki fundarboðum

Ekkert varð af fyrirhuguðum fundi sem Moon Jae-In, nýkjörinn forseti Suður-Kóreu, hafði boðað Kim Jong-Un, starfsbróður sinn norðan landamæranna á. Moon vildi ræða ástandið á Kóreuskaga og reyna að losa um spennuna á milli ríkjanna. Stjórnvöld í...
21.07.2017 - 06:11

S-Kóreumenn bjóða N-Kóreumönnum til viðræðna

Stjórnvöld í Suður-Kóreu buðu í morgun ráðamönnum í Norður-Kóreu til viðræðna um hernaðarmál þjóðanna, með því yfirlýsta markmiði að draga úr spennunni milli ríkjanna, sem mjög hefur aukist upp á síðkastið. Er þetta fyrsta tilboðið af þessu tagi sem...
17.07.2017 - 03:52

Choi dæmd til þriggja ára

Choi Soon-sil var í dag, föstudag, dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir spillingu. Þetta hefur BBC eftir suður-kóreskum fjölmiðlum. Choi hefur verið undir smásjá alþjóðlegra fjölmiðla undanfarið vegna spillingarmáls í Suður-Kóreu, en hún var  grunuð um...
23.06.2017 - 02:58

Moon svarinn í embætti forseta

Moon Jae-In sór embættiseið sinn sem forseti Suður-Kóreu í morgun, daginn eftir stórsigur í forsetakosningunum. Moon sór að hann ætli að gegn embættisverkum af heilindum. Fjölmörg verkefni bíða nýja forsetans. Þeirra á meðal er að reyna að útkljá...
10.05.2017 - 06:55

Moon spáð sigri í Suður-Kóreu

Kjörstaðir voru opnaðir í Suður Kóreu klukkan níu í kvöld að íslenskum tíma. Suður-kóreumenn kjósa sér forseta í stað Park Geun- Hye sem var vikið úr embætti í lok mars og ákærð fyrir spillingu. Verði hún fundin sek bíður hennar allt að tíu ára...
08.05.2017 - 23:22

Loftvarnarkerfið tilbúið til notkunar

Talsmaður Bandaríkjahers segir nýtt loftvarnarkerfi sem herinn setti upp í Suður-Kóreu, THAAD, vera tilbúið til notkunar. Það geti nú verndað Suður-Kóreu fyrir flugskeytaárásum frá Norður-Kóreu. Enn eru þó nokkrir mánuðir í að kerfið nái fullri...
02.05.2017 - 04:51