Popptónlist

Sól í sinni

Sumarveðrið lagði línurnar í stemmingu þáttarins í þetta skiptið og var Löðrið undirlagt af sólar- og sumarlögum sem flest voru valin af hlustendum. Hér má hlusta á þáttinn og skoða lagalistann.
20.05.2017 - 19:31

Sex systkini erfa Prince

Alsystir tónlistarmannsins Prince og fimm hálfsystkini hans eru erfingjar auðævanna sem listamaðurinn skildi eftir sig. Dómstóll hefur komist að þessari niðurstöðu, ári eftir dauða Prince.
20.05.2017 - 13:39

Fjölbreytt tónlistarflóra

Ný lög með Warmland, Unu Stef, Reykjavíkurdætrum, Hildi, Bara Heiðu, Moses Hightower, Dimmu, GlowRVK, Magnúsi Thorlacius og HAM. Nýjar plötur með Alviu og Casio Fatso. Viðtal við Sigga söngvara Casio Fatso.
18.05.2017 - 18:14

Dekkri hliðar Hildar

Tónlistarkonan Hildur gaf á dögunum út EP-plötuna Heart to heart, en á henni má heyra dekkri lagasmíðar en fólk á að venjast frá söngkonunni.
17.05.2017 - 17:06

Miðnæturlögin ljúfu

Miðnæturlögin ljúfu voru á sínum stað kl. 00:05 þar sem Hulda Geirs leiddi hlustendur inn í nóttina með fjölbreyttum tónum úr léttu og ljúfu deildinni. Missið ekki af notalegri næturstemingu á Rás 2. Hér má hlusta og skoða lagalistann.
17.05.2017 - 20:30

Slydda eða snjókoma

Íslenska sumarið er í fáránlega miklum karakter þessa dagana og við fögnum því að sjálfsögðu í Streymi kvöldsins því ekki viljum við að þetta breytist í Benidorm. Það verður að venju komið víða við, svo víða að mörgum þykir nóg um.
17.05.2017 - 19:00

„Hafði mikil áhrif á Madonnu og Britney“

Ástralska söngkonan Kylie Minogue hefur ekki verið áberandi undanfarin ár en ýmsir telja hana þó einn áhrifamesta tónlistamann síðustu áratuga.
21.05.2017 - 16:30

Leitin að stemningu

Hljómsveitin Milkywhale sendu frá sér sína fyrstu breiðskífu á dögunum sem ber nafn sveitarinnar og er sneisafull af hressilegu og dillivænu rafpoppi.
15.05.2017 - 17:12

Hjartans mál

Gjarna er sungið um hjartans mál í næturþættinum hennar Huldu þar sem hugljúfu lögin eru allsráðandi. Íslenskar og erlendar perlur í bland, strax að loknum miðnæturfréttum.
16.05.2017 - 20:30

„Við lifum í heimi einnota skynditónlistar“

„Ég vil koma á framfæri að við lifum í heimi einnota skynditónlistar, innantómrar tónlistar án nokkurs efnis og ég held að sigur minn geti verið sigur fyrir tónlist og tónlistarfólk sem semur tónlist sem hefur raunverulega þýðingu. Tónlist er ekki...
15.05.2017 - 16:53

Mæðradagurinn

Í dag er þátturinn tileinkaður öllum mæðrum því í dag er mæðradagurinn. Leikin verða lög um mæður og móðurást. Til hamingju með daginn!
14.05.2017 - 18:39

Lokaupphitun fyrir Eurovision

Lokaupphitun fyrir Eurovision gleði kvöldsins fór fram í Löðrinu hjá Huldu Geirs en þar mætti Einar Bárðar í skemmtilegt Euro spjall og leikin voru eftirminnileg Eurovision lög í bland við aðra tónlist. Erla Guðmundsdóttir prestur í Keflavík var á...
13.05.2017 - 19:21

Bjánaleg ástarlög

Paul McCartney fræddi okkur um bjánaleg ástarlög og Jón Jónsson smellti í morgunkoss í þættinum í nótt. Svo voru það alls kyns huggulegheit í formi tónlistar. Hér má hlusta og skoða lagalista.
10.05.2017 - 20:30

Svalara á morgun

Það getur alltaf kólnað aðeins og þess vegna eru bara svöl lög í þætti kvöldsins. Hann verður að venju töluvert fjölbreyttur og það koma við sögu brjálaðir rapparar, óðir vísindamenn, Volvo station keyrandi indie rokkarar og gítarsólóspilandi...
10.05.2017 - 18:57

Öndum að okkur næturloftinu

Una Stef minnti okkur á að anda í upphafi þáttar og við hlýddum því og önduðum að okkur ljúfum næturlögum strax að loknum miðnæturfréttum. Hér má hlusta og skoða lagalista.
09.05.2017 - 20:30