Norður-Kórea

Þvertaka fyrir að hafa pyntað Warmbier

Yfirvöld í Norður-Kóreu þvertaka fyrir að hafa pyntað Otto Warmbier, bandaríska nemann sem var fluttur heim til Bandaríkjanna frá Norður-Kóreu í síðustu viku, eftir að hafa verið þar í haldi í rúmt ár. Hann varð fyrir alvarlegum heilaskaða á meðan...
23.06.2017 - 08:35

Eldflaugatilraunum haldið áfram

Norður-Kóreumenn prufukeyrðu í nótt nýja eldflaug. Þeira hafa það fyrir augum að þróa eldflaugar sem drífa til meginlands Bandaríkjanna og var tilraun næturinnar liður í þeirri vinnu. Þrátt fyrir aukinn alþjóðlegan þrýsting um að láta af hervæðingu...
23.06.2017 - 06:42

Vara við ferðalögum til Norður-Kóreu

Þrengt er að ferðamennsku Bandaríkjamanna til Norður-Kóreu í kjölfar dauða Otto Warmbiers. Þetta segir umfjöllun Washington Post. Frumvarp liggur fyrir fulltrúadeild Bandaríkjaþings um að takmarka ferðir bandarískra ríkisborgara til Norður-Kóreu. Þá...
21.06.2017 - 05:20

Rodman stefnir til Norður-Kóreu

Fyrrum körfuknattleiksmaðurinn Dennis Rodman frá Bandaríkjunum er væntanlegur í Norður-Kóreu í dag. Rodman er nokkurs konar sjálfskipaður sérlegur sendiherra Bandaríkjanna í landinu, og fer vel á með honum og leiðtoganum Kim Jong-Un. Kim er mikill...
13.06.2017 - 05:08

Ný vopn prófuð í Norður-Kóreu

Flugskeytatilraun Norður-Kóreu í gærkvöld var vel heppnuð tilraun með ný flugskeyti. Frá þessu var greint á ríkisfréttastöð Norður-Kóreu, KCNA. Skeytin eru jafnframt sögð hafa greint skotmörk sín í Austur-Kóreuhafi, og hæft þau.
09.06.2017 - 03:49

Flugskeytum skotið frá Norður-Kóreu

Fjölda flugskeyta var skotið af austurströnd Norður-Kóreu í kvöld, að sögn suður-kóreska varnarmálaráðuneytisins. Svo virðist sem flugskeytin séu skammdræg og gerð til þess að hæfa skip. Skeytunum var skotið frá tilraunasvæði norður-kóreska hersins...
08.06.2017 - 00:57

Norður-Kórea fagnar flugskeytatilraun

Norður-kóresk stjórnvöld staðfestu í gærkvöld að flugskeytatilraunin í fyrrakvöld hafi heppnast vel. Kim Jong-Un, leiðtogi Norður-Kóreu, hafði umsjón með tilrauninni. Flugskeytið var nýtt að sögn ríkisfjölmiðils Norður-Kóreu.
30.05.2017 - 05:30

Flugskeyti skotið frá Norður-Kóreu

Flugskeyti var skotið frá austurströnd Norður-Kóreu í kvöld. Yonhap fréttastofan hefur þetta eftir heimildum innan Suður-Kóreuhers. Moon Jae-In, nýkjörinn forseti Suður-Kóreu, hefur boðað til fundar í þjóðaröryggisráði vegna tilraunarinnar.
28.05.2017 - 22:28

Vill loftvarnir um allt land

Kim Jong-Un, leiðtogi Norður-Kóreu, fylgdist með tilraunaskotum úr nýjum loftvarnarbyssum norður-kóreska hersins á dögunum. Frá þessu var greint í þarlendum ríkisfjölmiðlum í nótt. Kim vill sjá loftvarnarkerfið um allt land.
28.05.2017 - 04:44

N-Kórea staðfestir „vel heppnað“ eldflaugaskot

Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa staðfest að tilraun hafi verið gerð með að skjóta meðaldrægri eldflaug 500 kílómetra út í Japanshaf. Í ríkisfjölmiðli landsins segir að skotið hafi verið „vel heppnað“ og að eldflaugin sé nú tilbúin til notkunar í...
21.05.2017 - 23:27

Skutu á loft meðaldrægu flugskeyti

Norður-Kóreumenn skutu í dag á loft meðaldrægu flugskeyti frá Pukchang tilraunasvæði sínu í Pyonganhéraði. Suðurkóreska herráðið greindi fyrst frá tilrauninni. Bandarískir sérfræðingar staðfestu síðar að skeytið sem skotið var á loft væri sams konar...
21.05.2017 - 13:09

Gerði tilraun með nýtt flugskeyti

Flugskeytið sem Norður-Kórea skaut á loft í gærkvöld var af nýrri tegund. Frá þessu var greint í kvöld á ríkisfjölmiðli landsins, KCNA. Tilraunin var fordæmd víða og Rússar og Kínverjar lýstu yfir þungum áhyggjum af vaxandi spennu á Kóreuskaga.
14.05.2017 - 23:45

Eldflaugartilraun Norður-Kóreu fordæmd víða

Leiðtogar Suður-Kóreu, Bandaríkjanna og Japans fordæma harðlega nýjustu eldflaugartilraun Norður-Kóreumanna og forsetar Kina og Rússlands lýsa þungum áhyggjum af viðvarandi og vaxandi spennu á Kóreuskaganum. Norður-Kóreumenn skutu eldflaug á loft...
14.05.2017 - 06:56

Staðfesta viðræður um Norður-Kóreudeiluna

Utanríkisráðuneytið í Kína staðfestir að því sé kunnugt um viðræður milli Bandaríkjamanna og Norður-Kóreumanna, sem fram fara í Ósló um lausn á deilum ríkjanna með friðsömum hætti. Kínverska fréttastofan Xinhua greindi frá þessu í dag.
09.05.2017 - 16:43

Staðfestir viðræður milli Norður-Kóreu og USA

Olof Skoog, sendiherra Svíþjóðar hjá Sameinuðu þjóðunum, staðfestir við japönsku fréttastofuna FNN að viðræður séu á hafnar milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu um að binda enda á deilur ríkjanna vegna eldflauga- og kjarnorkutilrauna hinna...
09.05.2017 - 09:12