Norður-Kórea

Vetnissprengjur yfirleitt öflugri

Sprengjan sem var sprengd í Norður-Kóreu á sunnudag er talin hafa verið vetnissprengja og mun öflugri en þær sem ríkið hefur áður gert tilraunir með. Eðlisfræðingur segir vetnissprengjur alla jafna öflugri en hefðbundnar kjarnorkusprengjur.
04.09.2017 - 19:45

Þyngri refsiaðgerðir tímabærar gegn N-Kóreu

Það er tímabært að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna leggi þyngstu mögulegu refsiaðgerðir á Norður-Kóreu. Þetta sagði Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum á neyðarfundi öryggisráðsins í dag. Nú sé nóg komið. Þetta sé eina leiðin...
04.09.2017 - 16:27

Viðbrögð Bandaríkjahers verða „gríðarleg“

Viðbrögð Bandaríkjahers við hvers kyns ógnun frá Norður-Kóreu verða „gríðarleg“. Þetta sagði Jim Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, í harðorðri yfirlýsingu skömmu eftir fund hans við Donald Trump Bandaríkjaforseta í dag. „Hvers kyns ógnun við...
03.09.2017 - 20:15

Skutu meðaldrægu flugskeyti yfir Japan

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom saman til aukafundar í New York í kvöld til að ræða nýjustu ögranir Norður-Kóreumanna. Þeir skutu flugskeyti yfir norðurhluta Japans í gærkvöld. Bandaríkjamenn, Japanar og Kínverjar hafa fordæmt tilraunina auk...
29.08.2017 - 21:28

Norður-Kóreumenn skutu eldflaug út á Japanshaf

Norður-Kóreumenn skutu eldflaug í kvöld út á Japanshaf. Ekki liggur fyrir hverrar gerðar eldflaugin var eða hversu langdræg hún var. Að sögn japönsku fréttastofunnar Kyodo virðist eldflauginni hafa verið skotið yfir Japan.
28.08.2017 - 21:42

Heræfing olía á ófriðareldinn á Kóreuskaga

Bandaríkin og Suður-Kórea hella olíu á eld ófriðarbálsins sem nú brennur á milli Kóreuríkjanna láti ríkin verða af árlegri sameiginlegri heræfingu sinni í næstu viku. Þetta hefur AFP fréttastofan eftir stjórnvöldum í Norður-Kóreu. Heræfingin á að...
20.08.2017 - 07:52

Norður-Kóreumenn fresta árás á Guam

Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu segir að Kim Jong-un leiðtogi landsins hafi endurskoðað fyrirætlanir um að skjóta eldflaugum í átt að Kyrrahafseynni Guam. Hann ætli að sjá hvað Bandaríkjamenn geri áður en hann tekur ákvörðun um framhaldið.
15.08.2017 - 09:48

Andvíg hernaðaraðgerðum gegn Norður-Kóreu

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, kveðst vera andvíg hernaðaraðgerðum til að leysa deiluna við Norður-Kóreumenn vegna kjarnorkuáætlunar þeirra. Hún segir að Þjóðverjar séu reiðubúnir að taka þátt í hvers konar aðgerðum til að jafna ágreininginn,...
11.08.2017 - 14:00

Tilbúinn til gagnárásar á Norður-Kóreu

Bandaríkjaher er tilbúinn til gagnárásar á Norður-Kóreu. Donald Trump forseti greindi frá þessu á Twitter í dag. Þar segir forsetinn að gripið verði til aðgerða hegði Norður-Kóreumenn sér óskynsamlega. Hann kveðst vonast til þess að Kim Jong-un,...
11.08.2017 - 11:50

Trump: „Mega vera mjög, mjög hræddir“

„Norður-Kóreumenn mega vera mjög, mjög hræddir,“ sagði Donald Trump, Bandaríkjaforseti, við fréttamenn í kvöld. Hann hefði viljað vera enn harðari í horn að taka í samskiptum sínum við Norður-Kóreu, en hann hefur þegar sagst ætla að mæta þeim með „...
10.08.2017 - 19:14

„Friður verður aldrei tryggður með vopnum“

Í dag, 9. ágúst, eru liðin 72 ár síðan Bandaríkin vörpuðu kjarnorkusprengju á japönsku borgina Nagasakí, en þremur dögum seinna varð borgin Hiroshima fyrir árás. Hörmungarnar kostuðu á þriðja hundrað þúsunda manna lífið. Íslendingar hafa minnst...
09.08.2017 - 14:07

Segir vopnabúrið öflugra en nokkru sinni

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að fyrsta verk hans hafi verið að endurnýja og nútímavæða kjarnorkuvopnabúr Bandaríkjanna. Hann hótaði yfirvöldum í Norður-Kóreu öllu illu í gærkvöld. Norður-Kóreumenn brugðust við af hörku og sögðust viðbúnir að...
09.08.2017 - 12:50

Bandaríkjaher viðbúinn árás á Guam

Bandarísk yfirvöld á Kyrrahafseynni Guam segjast viðbúin að mæta því ef stjórnvöld í Norður-Kóreu gera alvöru úr hótun sinni í gærkvöld um flugskeytaárás á Guam. Bandaríkjaher er með herstöðvar á eynni.
09.08.2017 - 10:36

Norður-Kórea hótar flugskeytaárás á Guam

Stjórnvöld í Norður-Kóreu velta nú vöngum yfir því hvort skjóta eigi flugskeytum að eynni Guam í Kyrrahafi. Bandarísk herstöð er á eynni og hýsir nokkrar langdrægar sprengjuflugvélar Bandaríkjahers.
08.08.2017 - 23:26

Mæta Norður-Kóreu með „eldi og brennisteini“

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að Bandaríkin láti hart mæta hörðu og að viðbrögðin verði með þeim hætti sem heimsbyggðin hefur aldrei séð ef Norður-Kórea heldur áfram að ógna Bandaríkjunum. Hann lét ummælin falla eftir frétt í Washington Post...
08.08.2017 - 20:26