Norður-Kórea

Rússar sækja í norður-kóreskt vinnuafl

Norður-Kórea náði nýlega samkomulagi við Rússland um að fá að auka flutning vinnuafls til Rússlands. Þessir samningar náðust þrátt fyrir að verulegar viðskiptaþvinganir hafi verið lagðar á Norður-Kóreu vegna ítrekaðra kjarnorku- og...
21.03.2017 - 05:17

Kim: Nýr hreyfill eftir að hafa mikil áhrif

Eldflaugarhreyfill sem prófaður var í Norður-Kóreu í dag markar nýtt upphaf í eldflaugaiðnaði ríkisins. Þetta hefur ríkisfjölmiðill Norður-Kóreu eftir leiðtoganum Kim Jong-Un.
19.03.2017 - 01:25

Trump gagnrýnir Kínverja fyrir aðgerðaleysi

Donald Trump Bandaríkjaforseti sakar Kínverja um að gera ekki nóg til að halda aftur af kjarnorkutilraunum Norðurkóreumanna. Þetta kom fram í Twitterfærslu forsetans í dag.
17.03.2017 - 14:03

Kínverjar biðla til deiluaðila á Kóreuskaganum

Kínverjar hvetja Norður-Kóreumenn til að hætta öllum eldflauga- og kjarnorkutilraunum sínum. Jafnframt hvetja þeir Bandaríkjamenn til að falla frá áformum sínum um að koma upp fullkomnu eldflaugavarnakerfi í Suður-Kóreu, og hætta að halda þar...
08.03.2017 - 06:35

Öryggisráðið fordæmir framgöngu Norður-Kóreu

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær ályktun þar sem eldflugatilraunir Norður-Kóreumanna eru harðlega fordæmdar og alvarlegum áhyggjum ráðsins af æ ágengari framgöngu stjórnvalda í Pjong Jang er lýst, en hún sé til þess eins fallin að ýta...
08.03.2017 - 01:57

Bandaríkin efla varnir í Suður-Kóreu

Bandaríkjaher er byrjaður að koma nýju loftvarnarkerfi fyrir í Suður-Kóreu. Kyrrahafsdeild Bandaríkjahers staðfesti þetta í gærkvöld. THAAD-loftvarnarkerfið er sagt efla varnir Bandaríkjanna og Suður-Kóreu gegn vaxandi flugskeytaógn Norður-Kóreu.
07.03.2017 - 05:33

Malösum meinað að yfirgefa N-Kóreu

Deila Norður-Kóreu og Malasíu vegna morðsins á Kim Jong-Nam, hálfbróður Kim Jong-Un, leiðtoga Norður-Kóreu, fer sífellt harðnandi. Norður-Kórea bannaði í nótt Malösum að fara frá Norður-Kóreu. Greint var frá því á ríkisfréttastofu Norður-Kóreu, KCNA...
07.03.2017 - 04:47

Neyðarfundur boðaður í Öryggisráðinu

Neyðarfundur verður haldinn í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á miðvikudag vegna nýjustu flugskeytatilrauna Norður-Kóreu. Bandaríkin og Japan boðuðu til fundarins að sögn AFP fréttastofunnar. Þrjú af fjórum flugskeytum sem Norður-Kórea skaut á loft á...
07.03.2017 - 01:27

Bandaríkin fordæma flugskeytatilraun N-Kóreu

Bandaríkin fordæma flugskeytatilraun Norður-Kóreu í gærkvöld. Bandaríkjastjórn er reiðubúin að nota þau vopn sem til þarf til þess að mæta vaxandi ógn ríkisins. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá bandaríska utanríkisráðuneytinu.
06.03.2017 - 05:46

N-kóresk flugskeyti hafna í Japanshafi

Fjórum flugskeytum var skotið frá Norður-Kóreu í Japanshaf í kvöld. AFP fréttastofan greinir frá þessu og hefur eftir japönskum yfirvöldum að þrjú þeirra hafi hafnað í japanskri landhelgi. Skotin eru talin mótmæli gegn sameiginlegum heræfingum...
06.03.2017 - 00:35

Obama fyrirskipaði tölvuárásir á N-Kóreu

Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, fyrirskipaði tölvuárásir á Norður-Kóreu árið 2014. Með árásunum átti í veg fyrir frekari eldflaugaþróun  norður-kóreska hersins. Þær skiluðu þó ekki miklum árangri.
04.03.2017 - 17:36

Sendiherra N-Kóreu rekinn frá Malasíu

Stjórnvöld í Malasíu hafa vísað sendiherra Norður-Kóreu úr landi. Hann þarf að yfirgefa landið innan tveggja sólarhringa. Grunsemdir eru um að stjórnvöld í Norður-Kóreu hafi skipulagt morð Kim Jong-nam, hálfbróður Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu...
04.03.2017 - 15:04

Norðurkóreumenn bera af sér sakir

Ráðamenn í Norður-Kóreu segjast engan þátt hafa átt í því þegar Kim Jong-nam, hálfbróðir einræðisherra landsins, var ráðinn af dögum á flugvelli í Kuala Lumpur í Malasíu um miðjan síðasta mánuð. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem ríkisfréttastofa...
01.03.2017 - 13:17

Æfa viðbrögð við árás úr norðri

Sameiginleg heræfing Suður-Kóreu og Bandaríkjanna hófst í nótt. Ríkin æfa árlega saman, en æfingin nú kemur skömmu eftir að Kim Jong-Un, leiðtogi Norður-Kóreu, bað hermenn sína um að búa sig undir miskunnarlausa árás gegn óvinum sínum.
01.03.2017 - 06:15

Verða ákærðar fyrir að myrða Kim Jong-nam

Tvær konur verða ákærðar fyrir morðið á Kim Jong-nam, bróður Kum Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu. Kim var myrtur með eitri á alþjóðaflugvellinum í Kuala Lumpur höfuðborg Malasíu fyrir hálfum mánuði. Konurnar nudduðu eitri í andlit Kim Jon-Nam sem dró...
28.02.2017 - 08:34