Músíktilraunir

Fyrsta lagið hét „Pabbi minn er bestur“

Vestfirski dúettinn Between Mountans sem sigraði Músíktilraunir um síðustu helgi er skipaður þeim Kötlu Vigdísi Vernharðsdóttur frá Suðureyri og Ásrósu Helgu Guðmundsdóttur frá Núpi í Dýrafirði.
08.04.2017 - 11:43

Músíktilraunir og Færeysku tónlistarverðlaunin

Fyrri hluti Rokklands í dag er tileinkaður Færeysku tónlistarverðlaunum og færeyskri tónlist, en sá síðari íslenskri tónlist og Músíktilraunum sem fóru fram í Norðurljósum í Hörpu í gær í 35. sinn.
02.04.2017 - 14:21
Mynd með færslu

Músíktilraunir 2017 – úrslitakvöld

Bein útsending frá úrslitakvöldi Músíktilrauna, sem fram fer í Hörpu. Tólf hljómsveitir koma fram og keppa um hylli dómnefndar og áheyrenda, sem geta valið sína uppáhaldshljómsveit með símakosningu.
01.04.2017 - 16:50

Ása Músíktilrauna, Ray Davies og Rainbow

Gestur Fuzz í kvöld er Ása Hauksdóttir deildarstjóri menningamála í Hinu húsinu og framkvæmdastýra Músíktilrauna, en þær eru á næsta leiti.
17.03.2017 - 18:49

Bítlasál + Kaleo + mr. Young

Í Rokklandi vikunnar er ýmsu blandað saman, nýju og eldra.
25.07.2016 - 10:48

Af látnum útlögum og Músíktilraunum

Í Rokklandi dagsins er allt í bland - útlagakántrí hinna eldri og látnu í útlöndum, og svo Músíktilraunir unga fólksins á Íslandi.
10.04.2016 - 20:41

Sjáðu sigursveit Músíktilrauna — Rythmatik

Hljómsveitin Rythmatik bar sigur úr býtum í Músíktilraunum 2015, en úrslit fóru fram í Hörpu á laugardagskvöld. Hér má sjá myndband af frammistöðu sveitarinnar. Rythmatik kemur frá Suðureyri við Súgandafjörð og mun þetta vera í fyrsta sinn sem...
31.03.2015 - 10:51

2014: Vio

Mosfellska hljómsveitin Vio var stofnuð í mars 2014 og sigraði í Músíktilraunum rétt um mánuði síðar. Í kjölfarið kom sveitin fram víða, þ.á.m. á tónlistarhátíðum í Þýskalandi og Hollandi.
24.03.2015 - 14:50

2013: Vök

Hljómsveitin Vök var stofnuð í byrjun árs 2013 og var því ekki gömul þegar sveitin sigraði í Músíktilraunum með glæsibrag í mars sama ár. Hljómsveitina skipuðu upphaflega þau Margrét Rán Magnúsdóttir og Andri Már Enoksson en síðar hefur Ólafur...
23.03.2015 - 16:11

2012: RetRoBot

RetRoBot, sigurhljómsveit Músíktilrauna árið 2012, var stofnuð á Selfossi árið 2011 af tveimur meðlimum sveitarinnar, Daða og Pálma. Það var þó ekki fyrr en árið 2012 sem þeir virkilega keyrðu bandið af stað og fengu þá Guðmund Einar og Gunnlaug með...
23.03.2015 - 15:23

2011: Samaris

Samaris var stofnuð árið 2011 af þremur reykvískum stúdentum. Þau ákváðu að taka þátt í Músíktilraunum stuttu seinna og unnu keppnina sama ár.
23.03.2015 - 15:13

2010: Of Monsters and Men

Óhætt er að fullyrða að enginn sigursveit Músíktilrauna hafi náð viðlíka árangri á heimsvísu og Of Monsters and Men. Hljómsveitin sigraði í Músíktilraunum árið 2010 og hefur allar götur síðan farið hamförum í tónlistarheiminum
19.03.2015 - 13:14

2009: Bróðir Svartúlfs

Bróðir Svartúlfs var stofnuð árið 2008 og má segja að sveitin sé afkvæmi fimm ólíkra hugmynda. Það að rappa yfir lifandi tónlist hefur ekki verið áberandi í íslensku tónlistarlífi en strákarnir í Bróður Svartúlfs ákváðu að það væri rétta hljóðið...
19.03.2015 - 13:06

2008: Agent Fresco

Hljómsveitin Agent Fresco vann Músíktilraunir árið 2008 með miklum brag, en sveitin var stofnuð nokkrum vikum fyrir tilraunirnar af félögum úr Tónlistarskólanum FÍH.
19.03.2015 - 13:04

2007: Shogun

Strákarnir úr metalsveitinni Shogun koma frá Mosfellsbæ og Reykjavík og unnu þeir keppnina 2007 með rafræna rokktónlist sem virtist verða mun vinsælli utan landsteinanna en hún var hér á Íslandi.
19.03.2015 - 12:00