mótmæli

Þúsundir mótmæla í Varsjá

Þúsundir Pólverja komu saman í Varsjá í dag og mótmæltu áformum stjórnvalda um að breyta dómskerfi landsins. Pólska þingið samþykkti í gær lög sem gefa þingmönnum og dómsmálaráðherra landsins völd til að skipa dómara, án aðkomu lögfræðinga og dómara...
16.07.2017 - 21:01

Mótmæli: Brúnni yfir Hornafjarðarfljót lokað

Hópur íbúa á Hornafirði, í Suðursveit og víðar lokaði þjóðveginum yfir Hornafjarðarfljót síðdegis, til að mótmæla niðurskurði í samgönguáætlun. Á annað hundrað manns mættu beggja vegna brúarinnar til að loka veginum. Mótmælin standa til klukkan sjö...
12.03.2017 - 18:44

Segja erlend öfl að baki mótmælum í Eþíópíu

Stjórnvöld í Eþíópíu saka erlend öfl um að standa að baki bylgju mótmæla í landinu. Vegna ástandsins að undanförnu hefur verið lýst yfir neyðarástandi næstu sex mánuði. Eþíópíska stjórnin hefur verið við völd í aldarfjórðung. Mótmæli gegn henni hafa...
10.10.2016 - 12:10

Vindmyllugarður á byrjunarreit

Sveitarstjóri Rangárþings ytra segir að undirbúningur að uppsetningu á tíu vindmyllum í Þykkvabæ sé á frumstigi. Íbúar í Þykkvabæ hafa lagt fram undirskriftir 50 íbúa og landeigenda, þar sem vindmyllum á svæðinu er mótmælt.
15.10.2015 - 15:56

Franskir bændur mótmæla lágu afurðaverði

Mótmæli franskra bænda færðust í aukana í dag. Þeir hafa undanfarna daga teppt vegi og hraðbrautir til að mótmæla lágu afurðaverði. Mótmælin hófust í Normandí í byrjun vikunnar og hafa síðan breiðst út sem lok yfir akur um allt Frakkland.
23.07.2015 - 17:29