Mosfellsbær

Mengun í Varmá vegna ýmissa eiturefna

Líklegt er að fiskar í Varmá hafi drepist á dögunum vegna ýmissa efna sem bárust í ána, þar á meðal eru ammoníak og skordýraeitur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis.
20.07.2017 - 14:57

Dæmi um að 5000 lítrar af blóði leki í Varmá

Íbúar við Varmá í Mosfellsbæ gagnrýna að bæjaryfirvöld hafi lítið gert til að vernda ána, þótt bæjarráð hafi samþykkt að grípa til aðgerða fyrir þremur árum. Þá höfðu 5000 lítrar af blóði frá sláturhúsi lekið í ána. Talsvert af fiski drapst í Varmá...
17.07.2017 - 20:11

Mengun drepur fisk í Varmá

Fiskur hefur drepist í Varmá í Mosfellsbæ undanfarna daga, að því er virðist vegna mengunar. Engin sýni hafa verið tekin úr ánni, en heilbrigðisfulltrúi Mosfellsbæjar telur líklegast að mengunin komi úr regnvatnslögnum frá íbúðagötum í nágrenni...
17.07.2017 - 12:33

Þarf dómsúrskurð til að fjarlægja tvo hana

Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis hefur óskað eftir því við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu að hún fái dómsúrskurð þannig að hægt verði að fjarlægja óleyfishænsn, meðal annars tvo hana, sem Kristján Ingi Jónsson hefur haldið og alið á heimili sínu að...
12.05.2017 - 18:36

Telur líklegt að ekki verði af sjúkrahúsi

Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, telur ólíklegt að það verði af byggingu á einkasjúkrahúsi í sveitarfélaginu. Hann átti fund fyrir nokkrum mánuðum með forsvarsmönnum MCPB ehf sem hafa haft hug á sjúkrahúsrekstri í sveitarfélaginu. „[...
27.04.2017 - 20:02

Reykjavík úthlutar færri lóðum en Kópavogur

Kópavogur, Hafnarfjörður og Reykjanesbær hafa hvert um sig úthlutað fleiri lóðum til byggingar íbúðarhúsnæðis en Reykjavík. Hins vegar er töluvert meira í byggingu í Reykjavík en í hinum sveitarfélögunum.

Íbúum miðborgarinnar fækkar mest

Íbúum miðborgarinnar fækkaði í fyrra um nokkur hundruð. Íbúum Reykjavíkur fjölgar hægar en íbúum annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

Ætlar að verja hanana sína með kjafti og klóm

Úrskurðarnefnd um umhverfis og auðlindamál hefur hafnað kröfu Kristjáns Inga Jónssonar, arfasala á Suður Reykjum í Mosfellsbæ, sem vildi láta ógilda ákvörðun heilbrigðisnefndar Kjósasvæðis um að fjarlægja beri tvo hana af lóð hans. Nágranni...
28.02.2017 - 18:15

Hefur kvartað undan hana nágrannans í 4 ár

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur vísað frá kæru íbúa við Reykjahvol í Mosfellsbæ sem vildi að heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis fjarlægði tvo hana nágranna hans þrátt fyrir að ákvörðun þess efnis hefði verið kærð til úrskurðarnefndarinnar...
22.01.2017 - 08:18

Fötluðu fólki vísað í leigubíla á gamlársdag

Ferðaþjónusta fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu hættir að ganga klukkan þrjú á gamlársdag, þó að undirritað samkomulag segi að akstur á stórhátíðardögum eigi að vera eins og á sunnudögum. Stjórnarformaður Strætó BS segir að þetta sé ekki brot á...

Öryrkjar búa í geymslum og iðnaðarhúsnæði

Aldrei hefur verið erfiðara fyrir öryrkja að fá þak yfir höfuðið, segir framkvæmdastjóri hússjóðs Öryrkjabandalagsins. Tæplega 400 bíða eftir húsnæði þar og biðlistinn lengist bara.

Ósáttir við lokun vaktþjónustu í Mosfellsbæ

1. febrúar næstkomandi verður engin læknavakt í Mosfellsbæ eftir dagvinnutíma, líkt og verið hefur undanfarin ár. Þá tekur Læknavaktin á Smáratorgi í Kópavogi við og sinnir allri vaktþjónustu í Mosfellsumdæmi eins og annars staðar á...
11.11.2016 - 13:39

Blóðbankinn þakkar fyrir frábær viðbrögð

Blóðbankinn segir á Facebook-síðu sinni að hann sé kominn með nóg af blóði. Hann geti ekki tekið við fleiri blóðgjöfum í dag. Blóðbankinn auglýsti eftir vönum gjöfum frá fólki í O plús og O mínus vegna rútuslyssins á Mosfellsheiði í morgun. Tveir...
25.10.2016 - 14:54

Tveir á gjörgæslu eftir slysið á Mosfellsheiði

Sautján voru fluttir á Landspítalann, þar af nokkrir alvarlega slasaðir, eftir rútuslysið á Mosfellsheiði í morgun. Tveir þeirra eru á gjörgæslu en eru ekki taldir í lífshættu. Þingvallavegur er enn lokaður en verið að reisa rútuna við. 27 ferðamenn...
25.10.2016 - 13:50

Blóðbankinn biður fólk í O-flokki að gefa blóð

Blóðbankinn hefur sett sig í samband við fólk í O-flokki og beðið það um að gefa blóð vegna rútuslyssins á Mosfellsheiði í morgun. Að minnsta kosti 5 eru alvarlega slasaðir eftir slysið og 4 voru fluttir á Landspítalann við Hrinbraut, minna slasaðir...
25.10.2016 - 12:55