loftslagsmál

Vilja sóðaskatt og allir verði vegan

Sóðaskattur, framleiðsla á áburði með ánamöðkum og stöðvun á innflutningi jólatrjáa er meðal þeirra hugmynda sem borist hafa verkefnisstjórn um aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Hátt í sjötíu tillögur hafa borist frá almenningi. Þá er lagt til að...
10.09.2017 - 17:38

Allir í rafmagnsstrætó í Los Angeles árið 2030

Borgarstjórn Los Angeles kynnti í gær nýsamþykkta áætlun sína um að skipta öllum strætisvagnaflota borgarinnar út fyrir rafmagnsvagna á næstu árum. Gert er ráð fyrir að það kosti um milljarð Bandaríkjadala, eða ríflega eitt hundrað milljarða...
28.07.2017 - 06:07

Loftslagsvísindamenn flykkjast til Frakklands

Hundruð loftslagsvísindamanna hafa sótt um vinnu í Frakklandi eftir ákall Emmanuels Macrons í síðasta mánuði. Á meðal vísindamannanna er fjöldi Bandaríkjamanna sem annað hvort misstu vinnuna eða vilja ekki vinna undir ríkisstjórn Donalds Trumps...
20.07.2017 - 06:41

OPEC vakna af værum olíusvefni

OPEC, samtök olíuútflutningslanda, hafa uppfært spá sína fyrir fjölda rafmagnsbíla á næstu árum og áratugum. Árið 2015 áætluðu samtökin að 46 milljón rafmagnsbílar yrðu á götum heimsins árið 2040. Í fyrra spáðu samtökin hins vegar að 266 milljón...
14.07.2017 - 13:44

Mestu breytingar sem orðið hafa í 10.000 ár

Ísjaki á stærð við Vatnajökull brotnaði í vikunni frá jöklinum á Suðurskautslandinu. Sérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að þetta sé hluti af atburðarás sem vísindamenn nefna hrun Vestur-Suðurskautslandsins.
12.07.2017 - 18:16

Tröllaukinn ísjaki brotnaði frá Suðurskautinu

Tröllaukinn ísjaki brotnaði í vikunni frá jöklinum á Suðurskautslandinu. Þetta er einn stærsti hafísjaki sem nokkurn tíma hefur sést, um 6000 ferkílómetrar að flatarmáli og 200 metra þykkur. Vísindamenn greinir á um hvort loftslagsbreytingum sé um...
12.07.2017 - 15:12

Brött brekka að standa við Parísarsamkomulag

Samgöngur eru sá mengunarvaldur sem stjórnvöld geta gert hvað mest til að draga úr. Því er mikilvægt að ekki einungis lækka gjöld á kolefnishlutlausa bíla, heldur að hækka einnig gjöld á bensín- og dísilknúna bíla, að mati formanns...
08.07.2017 - 12:45

Losun brennisteinsdíoxíðs jókst um 43%

Fyrsta markmið áætlunar um loftgæði hér á landi til næstu 12 ára er að fækka ótímabærum dauðsföllum af völdum loftmengunar og að fækka árlegum fjölda daga er svifryk fer yfir skilgreind mörk af völdum umferðar, samkvæmt drögum sem birt hafa verið á...
30.06.2017 - 10:26

Kerry segir Trump segja ósatt

Kínverjar og Evrópuríki hyggjast efla enn samstöðu sína í loftslagsmálum eftir að Donald Trump ákvað í gær að segja Bandaríkin frá Parísarsamkomulaginu. Ákvörðun forsetans hefur verið mótmælt víða um heim og fyrrverandi utanríkisráðherra...
02.06.2017 - 18:25

Tæknirisar mótmæla ákvörðun Trumps

Ákvörðun Donalds Trumps Bandaríkjaforseta um að hverfa frá Parísarsamkomulaginu í loftslagsmálum, hefur mætt harði andstöðu. Borgarstjórar 68 borga í Bandaríkjunum hafa þegar lýst yfir að þeir hyggist virða sáttmálann þrátt fyrir ákvörðun Trumps. Þá...
02.06.2017 - 16:14

Rafvæðing krefst orku á við Kárahnjúkavirkjun

Þörf fyrir raforku myndi aukast um sem samsvarar heilli Kárahnjúkavirkjun verði orkuskipti í samgöngum og iðnaði að veruleika, það er ef nær öllu jarðefnaeldsneytiskipt væri skipt út fyrir rafmagn. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem VSÓ ráðgjöf...
10.01.2017 - 17:17

Dísilbílar útlægir úr stórborgum árið 2025

Borgarstjórar fjögurra stórborga, austan hafs og vestan, stefna að því að blátt bann verði lagt við akstri dísilknúinna bíla í borgum þeirra innan tíu ára. Alþjóðleg ráðstefna 40 stórborgarstjóra stendur nú yfir í Mexíkóborg. Gestgjafinn og...
02.12.2016 - 05:44

Landbúnaður þurfi að bregðast við hlýnun

Nauðsynlegt er að ræða hvernig íslenskur landbúnaður ætli að taka á hlýnandi loftslagi í landinu. Landgræðslustjóri segir stjórnvöld og landbúnaðinn verði að fara að undirbúa sig fyrir það sem koma skal.
27.11.2016 - 12:40

Parísarsamkomulagið verði virt

Fulltrúar tæplega 200 ríkja á loftslagsráðstefnunni í Marrakesh í Marokkó hvöttu í gær til þess að stjórnvöld út um allan heim legðu allt kapp á að berjast gegn áhrifum loftslagsbreytinga. Ummæli Donalds Trumps, verðandi forseta Bandaríkjanna, um að...
17.11.2016 - 21:14

Þjóðir heims horfi til Norðurlanda

Ríki heims geta dregið verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda eða því sem samsvarar losun ríkja Evrópusambandsins á ári, með því beita norrænum loftslagslausnum. Þetta kemur fram í norrænu rannsókninni Green to Scale, sem kynnt var á...
17.11.2016 - 15:07