Ísrael

Sprengdu tvo sýrlenska skriðdreka

Ísraelski herinn stóð fyrir loftárásum í Sýrlandi í dag, laugardag. Árásirnar beindust að hernaðarskotmörkum við sýrlensku landamærin, nálægt Gólanhæðum, sem her­numd­ar eru af Ísra­els­her. Meira en tíu eldflaugum var nýlega skotið á Gólanhæðir frá...
25.06.2017 - 02:43

Geymdur í búri og haldið heima frá fæðingu

Fjórtán ára piltur var leystur úr prísund foreldra sinna í Ísrael í gær eftir að hafa verið haldið heima hjá sér frá fæðingu. Ábending hafði borist um óþef úr íbúðinni í borginni Hadera og þegar lögregla mætti á staðinn átti hún von á að finna lík....
12.05.2017 - 04:19

Ísraelsmenn réðust á sýrlenskar hersveitir

Þrír létust og tveir særðust í morgun í árás Ísraela á bækistöðvar vopnaðra sveita sem hliðhollar eru Assad Sýrlandsforseta, nærri rústum Kuneitra-borgar í Gólanhæðunum. Mennirnir tilheyrðu Þjóðvarnarliðinu, einni fárra vopnaðra sveita í Kuneitra-...
23.04.2017 - 09:23

Stakk breska ferðakonu til bana

Ung bresk kona er látin eftir að Palestínumaður stakk hana með hnífi í sporvagni í Jerúsalem í dag. Hún var flutt á sjúkrahús í borginni, þar sem hún lést af sárum sínum. Árásarmaðurinn var handtekinn. Að sögn ísraelsku lögreglunnar var hann nýlega...
14.04.2017 - 14:14

Bakhjarl ólöglegs landnáms sendiherra í Ísrael

Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gær skipun Davids Friedmans, strangtrúaðs gyðings og þekkts stuðningsmanns ólöglegra landtökubyggða gyðinga á Vesturbakkanum og Jerúsalem, í embætti sendiherra Bandaríkjanna í Ísrael. Friedman er...

Hóta að eyðileggja loftvarnarkerfi Sýrlands

Varnarmálaráðherra Ísraels varar Sýrlendinga við því að loftvarnarkerfi þeirra verði eytt ef fleiri flugskeytum verði beint að ísraelskum flugvélum. CNN greinir frá þessu og hefur eftir útvarpsviðtali við Avigdor Liberman, varnarmálaráðherra, í...
20.03.2017 - 03:57

Þingmaður smyglaði farsímum inn í fangelsi

Ísraelskur þingmaður, Basel Ghattas að nafni, sagði af sér þingmennsku í dag. Hann var sviptur þinghelgi þegar grunsemdir vöknuðu um að hann hefði smyglað farsímum til palestínskra fanga í einu helsta öryggisfangelsi Ísraels.
19.03.2017 - 18:27

Ísrael: Flugeldageymsla sprakk

Tveir létu lífið og að minnsta kosti tveir slösuðust þegar flugeldageymsla sprakk í dag í þorpinu Porat í norðurhluta Ísraels. Þorpsbúar voru fluttir á brott meðan slökkviliðið barðist við eldinn og kom í veg fyrir að hann bærist í byggingar í...
14.03.2017 - 16:37

Þingmenn andsnúnir Ísrael lækki í tign

Embættismanni í sendiráði Ísraels í Lundúnum hefur verið vísað frá störfum eftir að ráðabrugg hans um að lækka breska þingmenn um tign sem eru ekki hliðhollir Ísrael náðist á myndband. Meðal þeirra sem hann vildi færa niður er Alan Duncan,...
08.01.2017 - 04:14

Draga úr framlögum til SÞ í mótmælaskyni

Ísrael ætlar að lækka framlög sín til Sameinuðu þjóðanna um sex milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði tæpra 680 milljóna króna í mótmælaskyni við ályktun Öryggisráðsins um landtökubyggðir þeirra. Í ályktuninni er landtaka Ísraels á palestínsku svæði...

Netanyahu yfirheyrður í fimm klukkustundir

Lögregla í Jerúsalem yfirheyrði Benjamín Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, í fimm klukkustundir í dag vegna gruns um að hann hafi þegið meira af dýrum gjöfum frá stuðningsmönnum sínum en góðu hófi gegnir. Hann var einnig yfirheyrður á mánudaginn...
05.01.2017 - 22:57

Yfirheyrður vegna gruns um spillingu

Ísraelska lögreglan hyggst í dag yfirheyra Benjamin Netanyahu forsætisráðherra vegna gruns um spillingu. Fregnir herma að hann hafi þegið gjafir af ísraelskum og erlendum kaupsýslumönnum í meiri mæli en sem þykir hæfa þjóðarleiðtoga.
02.01.2017 - 13:42

Ísraelar kalla sendiherra heim

Ísraelsk stjórnvöld kölluðu sendiherra sína í Nýja-Sjálandi og Senegal heim og réðust harkalega á Barack Obama Bandaríkjaforseta eftir að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun gegn landtökubyggðum gyðinga á palestínsku landi í gær. 
24.12.2016 - 06:15

Shimon Peres látinn

Shimon Peres, fyrrum forseti Ísraels og friðarverðlaunahafi Nóbels, lést í nótt, 93 ára að aldri. Hann fékk kröftugt hjartaáfall fyrir um tveimur vikum. Rafi Walden, einkalæknir og tengdasonur Peres, greindi AFP fréttaveitunni frá þessu.
28.09.2016 - 03:39

Umdeild lög samþykkt á Ísraelsþingi

Umdeild lög voru samþykkt á Ísraelsþingi í gær. Samkvæmt þeim er mögulegt að úthýsa þingmönnum sem sakaðir eru um að hvetja til kynþáttafordóma. Gagnrýnendur laganna segja þau sett gegn arabískum stjórnarandstöðuþingmönnum.
20.07.2016 - 06:36