Íslamska ríkið

Staðfestir að stuðningi hafi verið hætt

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, staðfesti í gær að hætt hefði verið stuðningi við hópa uppreisnarmanna sem barist hefðu gegn Assad Sýrlandsforseta og stjórn hans. Forsetinn vísaði hins vegar á bug fullyrðingum í blaðinu Washington Post að það...
25.07.2017 - 08:21

Grunaður vitorðsmaður handtekinn í Danmörku

Lögreglan í Danmörku hefur í haldi mann grunaðan um aðild að hryðjuverkaárás á skemmtistað í Istanbúl í Tyrklandi um áramótin.
20.07.2017 - 08:21

CIA hættir stuðningi við uppreisnarmenn

Bandaríska leyniþjónustan CIA ætlar að hætta stuðningi við hópa uppreisnarmanna í Sýrlandi sem berjast gegn Assad forseta. Mikil leynd hefur hvílt yfir þessum stuðningi Bandaríkjamanna við uppreisnarmenn.
20.07.2017 - 08:11

Mikið mannfall í Afganistan 2017

Fjöldi almennra borgara féll í stríðsátökunum í Afganistan á fyrri hluta ársins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skrifstofu Sameinuðu þjóðanna í landinu.

Hart sótt að vígamönnum í Raqqa

Sveitir uppreisnarmanna í Sýrlandi, SDF, sem njóta stuðnings Bandaríkjamanna, halda áfram sókn sinni gegn hryðjuverkasveitum Íslamska ríkisins í höfuðvígi samtakanna í borginni Raqqa.
17.07.2017 - 09:09

Ráðast gegn Íslamska ríkinu í Pakistan

Hernaðaryfirvöld í Pakistan hafa lagst í meiriháttar hernað gegn hinu svokallaða Íslamska ríki í norðvesturhluta landsins, í fjalllendi við landamæri Afganistan, er haft eftir þeim á vef BBC.  Talsmaður pakistanska hersins sagði að koma þyrfti í veg...
16.07.2017 - 20:44

Grunaðir vígamenn vegnir í Tyrklandi

Fimm grunaðir vígamenn hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkisins féllu í árás lögreglu á hús í Konya-héraði um miðbik Tyrklands í morgun.
12.07.2017 - 08:13

Enn er fullyrt að al-Baghdadi sé fallinn

Sýrlenska mannréttindavaktin segist hafa áreiðanlegar heimildir fyrir því að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki, sé allur. Stjórnandi mannréttindavaktarinnar hefur þetta eftir hátt settum foringjum...
11.07.2017 - 15:20

Baráttu ekki lokið þrátt fyrir sigur í Mósúl

Baráttunni gegn hryðjuverkasveitum Íslamska ríkisins er ekki lokið þótt unnist hafi sigur á þeim í borginni Mósúl í norðurhluta Íraks. Þetta segir bandaríski herforinginn sem stýrir hernaði Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra í baráttunni gegn...
11.07.2017 - 08:18

Trump óskar Írökum til hamingju

Donald Trump Bandaríkjaforseti óskaði í dag Írökum til hamingju með sigur sinn gegn hinu svokallaða Íslamska ríki borginni í Mósúl. „Sigurinn í Mósúl“ segir hann gefa til kynna að „dagar Íslamska ríkisins séu taldir“ í Írak og Sýrlandi, hefur...
10.07.2017 - 23:16

Enn barist við vígamenn í Mósúl

Þrátt fyrir að Íraksher hafi lýst yfir sigri á hryðjuverkasveitum Íslamska ríkisins í Mósúl er talið að enn séu þar vígamenn í felum. Haft er eftir herforingjum að almennir borgarar sem enn séu í gamla bænum í vesturhluta borgarinnar, séu líklega...
10.07.2017 - 10:32

Forsætisráðherra Íraks fagnar sigri í Mósúl

Forsætisráðherra Íraks, Haider al-Abadi, er kominn til Mósúl til að óska hermönnum til hamingju með sigurinn gegn hinu svokallaða Íslamska ríki. Írakskir hermenn hafa sótt fram gegn síðasta vígi Íslamska ríkisins nálægt miðborginni um helgina....
09.07.2017 - 12:36

Lýsa brátt yfir sigri í Mósúl

Flótti virðist brostinn í lið vígamanna hins svokallaða Íslamska ríkis, sem varist hafa sókn íraska hersins í Mósúl í tæpa níu mánuði. Herforingi í Bandaríkjaher segir að tilkynnt verði um sigur í Mósúl í kvöld eða á morgun.
08.07.2017 - 18:51

Orrustunni um Mósúl alveg að ljúka

Varnir hins svokallaða Íslamska ríkis eru við það að falla í Mósúl. Búist er við því að stjórnarhermenn hafi náð borginni fyllilega á sitt vald innan skamms, jafnvel á næstu klukkutímum. Þetta segir í frétt BBC og er haft eftir írökskum ríkismiðlum...
08.07.2017 - 14:49

Um 20.000 innikróuð í Mósúl

Allt að 20.000 almennir borgarar eru enn innikróaðir í síðasta vígi hryðjuverkasveita Íslamska ríkisins í Mósúl í norðurhluta Íraks. Lise Grande, erindreki Sameinuðu þjóðanna, í mannúðarmálum, sagði þetta í viðtali við fréttastofuna AFP.
06.07.2017 - 12:10