Íslamska ríkið

Stjórnarherinn nálgast SDF í Deir Ezzor

Sýrlenski herinn, sem sótt hefur fram gegn vígasveitum Íslamska ríkisins í borginni Deir Ezzor í austurhluta Sýrlands, hefur sent lið yfir Efrat-fljót sem skilur að austur- og vesturhluta borgarinnar. Þetta staðfesti foringi í bandalagi Kúrda og...
19.09.2017 - 09:18

84 látnir eftir árás í Nasiriyah

Minnst 84 eru látnir eftir árásir vígamanna Íslamska ríkisins í borginni Nasiriyah í suðurhluta Íraks í gær.
15.09.2017 - 09:10

Ætla að umkringja vígamenn í Deir Ezzor

Sýrlenski herinn leggur allt kapp á að umkringja yfirráðasvæði hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkisins í borginni Deir Ezzor í austurhluta landsins. Fréttastofan AFP hafði þetta eftir sýrlenskum herforingja í dag.
13.09.2017 - 14:36

Vígamenn sviptir ríkisborgararétti

Fjórir Hollendingar, sem fóru til að berjast með vígasveitum í Sýrlandi, hafa í samræmi við nýja og herta hryðjuverkalöggjöf verið sviptir hollenskum ríkisborgararétti. Stef

Vígamenn reyna að komast heim

Hundruð liðsmanna hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkisins eru komnir til Idlib héraðs í norðvesturhluta Sýrlands og reyna að komast yfir landmærin til Tyrklands. Íslamistarnir hafa flúið minnkandi yfirráðasvæði þar sem her Kúrda sækir fram, studdur...
13.09.2017 - 09:18

Sýrlandsher sækir fram í Deir Ezzor

Stjórnarherinn og bandamenn hans sækja nú fram í Deir Ezzor-héraði í austurhluta Sýrlands að samnefndri borg, en markmiðið er að rjúfa umsátur hryðjuverkasveita Íslamska ríkisins um borgina. Sveitir samtakanna hafa setið um borgina í tvö ár.
04.09.2017 - 08:14

Ná gamla hluta Raqa úr höndum Ríkis íslams

Sýrlenskar hersveitir, studdar lofther Bandaríkjanna, hröktu í dag vígamenn hryðjuverkasamtanna sem kenna sig við ríki íslams út úr gamla hverfinu í borginni Raqa í Sýrlandi. Talsmaður hersveitanna, Talal Sello, segir að þær séu nú nær því en nokkru...
01.09.2017 - 14:34

Telur Baghdadi hugsanlega á lífi

Bandarískur herforingi telur hugsanlegt að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkisins, sé enn á lífi.

Nasrallah ræddi við Assad í Damaskus

Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah-samtakanna í Líbanon, fór nýlega til Damaskus að ræða við Assad Sýrlandsforseta til að leita samþykkis hans við samkomulag milli Hezbollah og liðsmanna hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkisins. 
31.08.2017 - 16:37

Tal Afar frelsuð úr klóm vígamanna

Írökskum hersveitum hefur tekist að frelsa borgina Tal Afar og restina af Nineveh-héraði í norðurhluta Íraks úr klóm hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkisins.
31.08.2017 - 12:25

Hindruðu för vígamanna með loftárásum

Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra gerðu loftárásir á bílalest vígamanna í Sýrlandi til að hindra för þeirra til austurhluta landsins. Erindreki Bandaríkjastjórnar greindi frá þessu í dag.

Íraksher nær miðborg Tal Afar

Íraksher tilkynnti í dag að tekist hefði að brjótast gegnum víglínu samtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki við borgina Tal Afar í norðvesturhluta landsins, nærri landamærum Sýrlands. Borgin er eitt síðasta vígí samtakanna í Írak en þau voru...
25.08.2017 - 15:08

Íslamska ríkið gerir gagnárás í Raqa

Að minnsta kosti 34 féllu úr liði sýrlenskra stjórnarhermanna og bandamanna þeirra þegar liðsmenn hryðjuverkasamtakannna sem kenna sig við íslamska ríkið gerðu gagnárás í Raqa héraði í norðurhluta Sýrlands í morgun. Mannréttindasamtök segja að...
25.08.2017 - 08:00

Netanyahu ræddi við Pútín um Íran

Ógn stafar af auknum umsvifum Írana í Sýrlandi. Þetta sagði Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, á fundi með Vladimir Pútín, forseta Rússlands, í dag.

Sótt að vígamönnum í Tal Afar

Sveitir hliðhollar stjórnvöldum í Bagdad hafa náð á sitt vald tveimur úthverfum borgarinnar Tal Afar, eins af síðustu vígjum hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkisins í Írak.