Indland

Dauðadómar fyrir raðmorð í „Hryllingshúsinu“

Indverskur dómstóll dæmdi í dag þarlendan kaupsýslumann og þjón hans til dauða fyrir að myrða konu í glæsihýsi sem hefur fengið viðurnefnið „Hryllingshúsið“. Líkamsleifar átján fórnarlamba til viðbótar fundust í húsinu og umhverfis það.
24.07.2017 - 15:30

H&M og Zara kaupa af stórmengandi verksmiðjum

Tískurisar á borð við H&M og Zara kaupa textílefnið viskós í stórum stíl af mjög mengandi verksmiðjum í Kína, Indónesíu og Indlandi. Þetta segir í umfjöllun The Guardian þar sem vitnað er í nýlega skýrslu frá stofnuninni Changing Markets. Krafan...
04.07.2017 - 10:56

Vilja rannsókn á lögreglunni í Goa á Indlandi

Fjölskyldur tíu erlendra ferðamanna sem hafa verið myrtir í ferðamannastaðnum Goa á Indlandi gagnrýna morðrannsókn indversku lögreglunnar. Í erindi til forsætisráðherra Indlands krefjast fjölskyldurnar þess að hæstiréttur Indlands rannsaki...
31.05.2017 - 19:10

Bannað að lífláta grunaðan indverskan njósnara

Alþjóðadómstóllinn í Haag hefur bannað Pakistönum að lífláta indverskan ríkisborgara sem dæmdur var til dauða fyrir njósnir þar í landi. Dómarar í Haag vilja leggjast yfir áfrýjun frá indverskum yfirvöldum áður en dauðadómnum yfir Kulbhusan Jadhav,...
19.05.2017 - 03:14
Erlent · Asía · Indland · Pakistan

Veggur hrundi á brúðkaupsgesti á Indlandi

Á þriðja tug lést þegar veggur hrundi yfir brúðkaupsgesti í Rajasthan á vestanverðu Indlandi síðla dags í gær. Gestirnir höfðu leitað skjóls frá óveðri við vegginn, að sögn lögreglu. Alls létust 24 að sögn AFP fréttastofunnar og auk þeirra eru 26...
11.05.2017 - 05:08
Erlent · Asía · Indland

Dæmdir til dauða fyrir hrottafulla nauðgun

Hæstiréttur á Indlandi hefur staðfest dauðadóm yfir fjórum mönnum sem nauðguðu 23ja ára konu í rútu í Delhi árið 2012. Konan lést hálfum mánuði síðar af sárum sínum.
05.05.2017 - 19:30

Indverskir Maóistar felldu 24 lögreglumenn

Vígamenn úr röðum herskárra Maóista drápu í gær 24 lögreglumenn í Chattisgarh-ríki á Indlandi, í einni mannskæðustu árás uppreisnarmannanna um árabil. Enn fleiri liggja sárir eftir. Í frétt breska ríkisútvarpsins segir að lögreglumennirnir sem...
25.04.2017 - 05:31

14 bændur fórust í ákeyrslu

Fjórtán indverskir bændur létust þegar ökumaður vörubíls missti stjórn á trukknum og ók inn í hóp bænda, sem höfðu safnast saman til mótmæla utan við lögreglustöð í Andhra Pradesh-fylki í suðurhluta landsins. Bíllinn var á talsverðum hraða þegar...
22.04.2017 - 00:57
Erlent · Asía · Indland

Minnst sex vegnir í óeirðum í Kasmír

Minnst sex dóu og tugir særðust í átökum lögreglu og mótmælenda í indverska hluta Kasmír-héraðs í gær. Al Jazeera hefur eftir Waheed Para, talsmanni stjórnarflokksins, Lýðræðisflokks fólksins, að átta hafi fallið. Óeirðalögregla greip til byssanna...
10.04.2017 - 04:50

Metfjöldi gervihnatta á loft með sömu flaug

Indverjar settu nýtt met í nótt þegar 104 gervihnöttum var skotið á loft með einni og sömu flauginni. Geimflauginni var skotið á loft á svæði indversku geimrannsóknarstofnunarinnar í Sriharikota á suðurhluta Indlands. 
15.02.2017 - 08:13

Þrettán létust í umferðarslysi á Indlandi

Þrettán eru látnir eftir að skólarúta og vörubíll lentu í árekstri í dag í ríkinu Uttar Pradesh á Indlandi. Bílstjórinn og tólf börn á aldrinum sjö til fjórtán ára dóu í árekstrinum. Öll sátu börnin framarlega í rútunni. Ellefu voru flutt á...
19.01.2017 - 14:06

Minnst 26 drukknuðu í Ganges

Minnst 26 létust þegar yfirfullum bát hvolfdi á Ganges-fljótinu nærri borginni Patna, höfuðborg Bihar-héraðs á Indlandi í nótt. Óttast er að fleiri hafi drukknað. Báturinn, sem var tréfleyta og ekki vélknúin, var að flytja gesti frá Makar Sakranti-...
15.01.2017 - 06:54
Erlent · Asía · Indland

Myndskeið: Tveir dóu í lestarslysi á Indlandi

Tveir eru látnir og að minnsta kosti 28 slasaðir eftir að hraðlest fór út af sporinu í dag í ríkinu Uttar Pradesh norðurhluta Indlands. Nokkrir til viðbótar kenndu sér meins, en þurftu ekki að leita læknis. Slysið varð skammt frá þeim stað sem lest...
28.12.2016 - 09:37

591 lést í haldi indversku lögreglunnar

 Að minnsta kosti 591 hefur látið lífið í varðhaldi lögreglunnar á Indlandi á síðustu sex árum, frá 2010 til 2015. Lögreglumenn fara oft ekki að reglum meðferð fanga, sem eru barðir og pyntaðir til að þvinga fram játningar. Stundum leiðir þetta til...
19.12.2016 - 10:31

Þrettán létust í eldsvoða á Indlandi

Þrettán létust og fjöldi slasaðist í eldsvoða í fataverksmiðju í Nýju Delhi á Indlandi í nótt. AFP hefur eftir lögreglu að eldurinn hafi að öllum líkindum kviknað vegna skammhlaups. Leðurjakkar og önnur föt voru saumuð í verksmiðjunni.
11.11.2016 - 04:23
Erlent · Asía · Indland